Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. október 2023 21:00 Margrét í ræðustólnum þar sem hún fór m.a. yfir glæruna á skjánum þar sem sést hvað bændum hefur fækkað mikið á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Á fjölmennum fundi, sem ungir bændur boðuðu til í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn kom margt athyglisvert fram í ræðum frummælenda, meðal annars hjá Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði um þá alvarlegu stöðu, sem er uppi. En hvað þarf að gera til að hjálpa bændum, ekki síst þeim ungu? „Ég tel að við þurfum bæði að ráðast á fjármagnskostnaðinn, þar að segja, það er mjög dýrt að framleiða vörur hér. Við þurfum líka að auka við stuðninginn og svo getum við farið í mismunandi breytingar á skattkerfinu og landbúnaðarkerfinu í heild,” segir Margrét. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, sem sýndi og sagði frá sláandi tölum um fækkun í stétt bænda á fundinum í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Margrét var með sláandi tölur á fundinum um fækkun bænda. „Sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent, þannig að við erum að sjá mun færri, sem kjósa sér að verða starfandi bændur.” Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra létu sig ekki vanta á fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Margrét segir að þessi mikla fækkun sé ekki öll neikvæð því um leið séu bú að stækka. „Já, það er hluti af þeim vanda sem við erum í, það kostar að stækka,” segir Margrét. Matvælaráðherra ræðir hér við Sigurð Sigurðarson, dýralækni í hléinu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu alvarleg er staða bænda að mati matvælaráðherra? „Hún er auðvitað víða mjög alvarleg hjá fólki, sem er í vandræðum vegna verðbólgu og vaxta. Á mínu borði er að sinna bændum og hlusta á þá og ég tek þetta alvarlega,” segir Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sem var einn af þremur ráðherrum í ríkisstjórninni, sem mættu á fundinn hjá ungum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er landbúnaðurinn í forgangsröðun ráðherra? „Hann er ofarlega vegna þess að hann er hluti af innlendri frummatvælaframleiðslu, sem að skiptir miklu máli. Við getum kannski sagt að í mínu ráðuneyti sé þetta þrennt. Það er fiskeldið, sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn.” Ungir bændur fjölmenntu á fundinn í Salnum í Kópavogi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira