Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 19:00 Gregg Ryder vonast til að lyfta KR upp á þann stall sem félagið á að vera á. Vísir/Dúi „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn