„Gaman að hitta þá loksins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2023 18:30 Snorra Stein hefur hlakkað mikið til að komast aftur á parketið. Vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson fékk í dag loks að halda æfingu hjá A-landsliði karla í handbolta eftir að hafa tekið við þjálfarastarfinu 1. júní síðastliðinn. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. „Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða