„Gaman að hitta þá loksins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. október 2023 18:30 Snorra Stein hefur hlakkað mikið til að komast aftur á parketið. Vísir/Sigurjón Snorri Steinn Guðjónsson fékk í dag loks að halda æfingu hjá A-landsliði karla í handbolta eftir að hafa tekið við þjálfarastarfinu 1. júní síðastliðinn. Hann er spenntur fyrir framhaldinu. „Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
„Það er gaman að hitta þá loksins. Ég er spenntur að upplifa þá á æfingu. Þetta er náttúrulega tvennt ólíkt að horfa á menn með félagsliðum sínum en nú fæ ég að upplifa þá loksins, fá tilfinningu fyrir þeim og liðinu og prófa mig aðeins áfram með það,“ „Það þarf að nýta tímann vel. Það er gömul saga og ný að við erum ekki að drukkna í æfingum og þetta snýst heldur kannski ekki um það að hrúga inn eins mörgum æfingum og hægt er. Það þarf að nýta tímann vel, vera effektívir og hafa gæði á æfingunum,“ segir Snorri Steinn um vikuna sem er fram undan. Klippa: Gaman að hitta þá loksins Veit hann nær ekki öllu inn Stærstur hluti íslenska hópsins var saman kominn á æfingu í Víkinni í dag en einhverjir áttu leik í gær og verða aðeins seinni til landsins. Ísland æfir næstu daga en á svo tvo æfingaleiki við Færeyjar á föstudag og laugardag. En hvers vill Snorri Steinn vera vísari að þessari viku lokinni? „Bara allt. Við erum að drilla alla þessa hluti. Sókn, vörn og hraðaupphlaup. Það eru uppstillingar sem mig langar að prófa, sjá menn í mismunandi stöðum. Haukur hefur ekki verið lengi í liðinu til dæmis. Það er eitt og annað aðeins nýtt sóknarlega, ný kerfi og bara fullt af hlutum sem mig langar að prófa,“ „Við erum samt strax búnir að taka ákvörðun um það að við náum ekki öllu inn. Eitthvað verður bara að bíða þangað til í desember eða janúar. Þeir hlutir sem ég vil hafa klára 12. janúar, ég næ þeim ekkert öllum núna. Eitthvað gengur vel og annað þarf að bíða. Það verður að koma í ljós hvernig mér líður með þetta eftir leikinn á laugardaginn,“ segir Snorri Steinn. Þarf ekki að umturna öllu Mikilvægir dagar eru fram undan enda er þetta eina skiptið sem Snorri Steinn nær hópnum saman til æfinga, allt þar til liðið kemur saman í lok desember fyrir EM í Þýskalandi sem hefst um miðjan janúar. Líkt og Snorri nefndi að ofan þarf að nýta tímann vel en að sama skapi þarf að velja og hafna hvað á að leggja áherslu á þegar tíminn með liðinu er svo skammur. „Það hefur alltaf verið þannig og er líka þannig hjá hinum liðunum. Ég er nýr með liðið en ég er ekkert að fara að umturna leik liðsins. Ég tek við góðu liði með góðan grunn og þarf ekkert að fara að þruma öllu í burtu og breyta öllu þó svo að ég vilji hafa mitt handbragð á þessu. Þetta eru góðir gaurar sem eru góðir í handbolta og ég held að þeir séu mjög mótttækilegir fyrir nýjungum og verði fljótir að aðlagast,“ Viggó eini sem er tæpur Allir leikmenn eru þá heilir heilsu nema Viggó Kristjánsson sem glímir við meiðsli á fingri og er tæpur fyrir verkefni vikunnar. „Ég held að ástandið sé mjög gott. Ég lagði áherslu á það að þeir væru mjög heiðarlegir og opnir með það ef það væri eitthvað. Eini sem hefur eitthvað heyrt í mér í Viggó og hann er tæpur þessa vikuna. Aðrir eru 100 prósent klárir og ættu að geta verið með að fullu allan tímann,“ segir Snorri Steinn. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira