Okkar tilvistarlegi heimavöllur Erna Mist skrifar 31. október 2023 11:31 Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Gervigreind Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun