Fundu beinflís úr höfuðkúpu Shani Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2023 11:32 Shani Louk var 22 ára gömul. Instagram Móðir ungrar konu sem talið var að væri gísl Hamas-samtakanna hefur verið tilkynnt af yfirvöldum í Ísrael að hún sé látin. Talið var að Shani Louk væri ein af gíslum Hamas á Gasaströndinni en beinflís úr höfuðkúpu hennar hefur fundist. Móðir Shani staðfesti í gær að dóttir hennar væri látin. Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Shani var 22 ára gömul með bæði ísraelskt og þýskt ríkisfang og var einn af hundruðum gesta Supernova tónlistarhátíðarinnar sem haldin var skammt frá Gasaströndinni þann 7. október. Vígamenn Hamas-samtakanna umkringdu hátíðarsvæðið og myrtu þar minnst 260 manns, auk þess sem margir gíslar voru teknir. Beinflísin sem fannst er hluti af neðri hluta höfuðkúpunnar. Myndefni sem birt var á samfélagsmiðlum eftir árásina sýndi menn á pallbíl aka um Gasaströndina með fáklædda Shani á pallinum og vegfarendur fagna. Ekki er ljóst hvort hún er látin á þeim tímapunkti sem myndefnið var tekið eða meðvitundarlaus en sjá má blóð á hnakka hennar. Líki Shani var ekið um Gasaströndina eftir árásirnar 7. október. Ricarda Louk, móðir Shani, hefur áður sagt að hún hafi talið að dóttir sín hafi verið á lífi þegar myndbandið var tekið. Samkvæmt DW sagðist fjölskylda Shani hafa heimildir fyrir því að hún hefði verið flutt á sjúkrahús á Gasaströndinni til aðhlynningar. Nú segist Ricarda þeirrar skoðunar að dóttir sín hafi verið skotin á tónlistarhátíðinni og lík hennar hafi verið flutt til Gasastrandarinnar. „Í það minnsta þjáðist hún ekki,“ sagði Ricarda í viðtali við þýskan miðil og sagði hún gott að vita til þess. Lík Shani hefur ekki fundist og ekki liggur fyrir hvar beinbrotið fannst, samkvæmt frétt BBC. Yitzchak Herzog, forseti Ísrael, sagði í viðtali við þýska miðilinn Bild í gær að vígamenn Hamas hefðu skorið höfuðið af Shani en það hefur ekki verið staðfest. Að minnsta kosti 1.400 manns dóu í árásum Hamas þann 7. október, og þar af lang flestir óbreyttir borgarar, Samkvæmt BBC hefur gengið erfiðlega að bera kennsl á mörg lík vegna þess hve illa þau eru farin.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33 Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19 Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Nú er tíminn fyrir stríð“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. 31. október 2023 06:33
Vilja öryggissveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa kallað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar sendi öryggissveitir til Gasa til að vernda almenna borgara. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stjórnað er af Hamas, segja 8.306 látna í árásum Ísraelshers. 30. október 2023 12:19
Ísraelar hafi farið yfir línuna Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs skýtur föstum skotum á Ísraela og segir þá hafa gengið of langt. Hann kveðst átta sig á sjálfsvarnarrétti ríkja en telur aðgerðir ekki samræmast meðalhófi. Ísraelar vísa ummælunum á bug. 29. október 2023 19:01