Hjólin éti upp árangurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. vísir/Arnar Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári. Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“ Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Samsetning hópsins sem slasast alvarlega í umferðinni hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2020 þegar rafhlaupahjól fóru fyrst að mælast í slysatölum. Líkt og fjallað var um í Kompás voru þau í fyrra fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum slysum, eða fjórðungur. Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu, segir þetta hreina viðbót við hópinn sem áður slasaðist. Þau sem noti hjólin virðist helst hafa verið gangandi eða hjólandi áður. Íslendingar séu nú langt frá því að ná markmiðum sínum um fækkun umferðarslysa. „Við erum að tala um að fækka látnum og alvarlega slösuðum um fimm prósent á ári frá því að markmiðin voru sett. Í fyrra hefðum við dansað á markmiðinu með eitt hundrað og fimmtíu alvarlega slasaða en í staðinn vorum við með rúmlega tvö hundruð og þessir fimmtíu sem bætast þarna við eru rafhlaupahjólin,“ segir Gunnar. Markmið stjórnvalda taka mið af vaxandi umferð en með setningu þeirra er fyrst og fremst ætlunin að tryggja að allir komist heilir heim. Samfélagslegur kostnaður við umferðarslys er þó einnig metinn á um fjörutíu miljarða króna á ári og mikið er því í húfi. vísir/Kompás „Þetta skilur á milli þess að við séum að ná okkar markmiðum eða að við séum í svolítið vondum málum hvað markmiðin varðar. Við erum búin að ná árangri víðast hvar annars staðar í umferðinni en þessi hjól eru svolítið að éta upp þann árangur ef svo má segja,“ segir Gunnar og bætir við að bregðast þurfi við á einhvern hátt. „Við náum ekki árangri í umferðaröryggismálum nema að ná þessum slysum niður. Það bara liggur ljóst fyrir.“ Hann bindur vonir við frumvarp sem til stendur að leggja fram í vetur. Þar eru rafhlaupahjólin skilgreind sem smáfarartæki og lögreglu veittar auknar heimildir til þess að stoppa fólk á hjólunum, mæla ölvun og sekta eftir atvikum. Þá er einnig lagt til þrettán ára aldurstakmark, sem hefur mætt nokkurri andstöðu ef marka má umsagnir við frumvarpið. „En ég hef áhyggjur af því að ef þetta frumvarp breytist til dæmis of mikið, eða nær ekki í gegn, að þá hef ég áhyggjur af því að þetta bara vaxi og aukist og verði stærri baggi á samfélagið.“
Kompás Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira