Amalie Vangsgaard kom danska liðinu yfir með marki á 28. mínútu áður en Sofie Bredgaard tvöfaldaði forystu liðsins rúmum tíu mínútum síðar.
Staðan í hálfleik því 2-0, en Jessica Fishlock minnkaði muninn fyrir velska liðið þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Danmerkur. Danir eru því enn með fullt hús stiga í riðlinum eftir fjóra leiki, en Walesverjar eru enn án stiga.