Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 22:03 Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við annan markaskorara Þýskalands, Klöru Buhl, í leik kvöldsins. Vísir /Diego Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. „Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
„Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15