„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Atli Arason skrifar 1. nóvember 2023 22:22 Rúnar Ingi sagðist hafa látið sínar konur heyra það í hálfleik. Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Njarðvíkingar voru sex stigum undir í hálfleik en Fjölnir spilaði fyrri hálfleikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik áður en Njarðvíkingar komu út í síðari hálfleik og sigldu heimakonur í kaf. „Við breyttum engu taktísku í hálfleik, það var bara ákveðin eldræða. Þegar ég kem inn þá vorum við að tala um hvað vantaði upp á sóknina, ég þurfti að láta þær heyra það því við vorum óánægðar með okkar framlag og ákefð,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. „Við vorum að gera nokkurn veginn það sem við áttum að gera, en við vorum bara að gera það allt of hægt. Það var það eina sem við mögulega breyttum í hálfleik, að gera sömu hluti nema bara betur og með meiri ákefð. Það er það sem skilaði sigrinum.“ „Varnarleikurinn í seinni hálfleik var frábær en það var ekki eins og hann hafi verið slæmur í allar 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Okkar leikplan var að gera ákveðna leikmenn í Fjölnisliðinu þreyttar. Það kom svo á daginn að akkúrat það virkaði,“ útskýrði Rúnar, aðspurður út í hvað Njarðvíkingar gerðu vel í síðari hálfleik. Raquel Laneiro, leikmaður Fjölnis, reyndist sínum fyrri liðsfélögum í Njarðvík erfið viðureignar. Raquel endaði lang stigahæst í Fjölnisliðinu með 17 stig, ásamt því að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. „Laneiro er frábær leikmaður. Hún skorar í rispum, hún er stemningsleikmaður. Við gáfum henni kannski aðeins of auðveldar körfur á köflum.“ „Okkar varnarplan snerist um að stoppa hana. Það er ekkert leyndarmál, ef þú nærð að stöðva hana þá nærðu að stöðva Fjölnisliðið. Hún skorar 17 stig og það í alveg fullt af skotum, miðað við það sem hún er búin að gera framan af tímabili þá tel ég að við höfum gert nokkuð vel gegn henni,“ sagði Rúnar um frammistöðu Laneiro í leiknum. Framundan er rúmt tveggja vikna frí sem Njarðvíkingar ætla að nýta sér vel. „Ég ætla sjálfur á leik í enska boltanum um helgina og hafa það næs,“ sagði Rúnar og hló áður en hann bætti við. „Við erum með nokkra leikmenn á leið í landsleiki og svo eru einhver meiðsli hjá okkur. Við þurfum bara að hlaða batteríin, vinna í ákveðnum einstaklingsþáttum og almennt hafa gaman,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira