Einstakt peningasafn Freys á uppboð í Danmörku Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 07:56 Uppboðið hefst klukkan 16 þann 7. nóvember. Brrun Rasmussen Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby. Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í tilkynningu frá Bruun Rasmussen segir að peningasafnið hafi verið stofnað 1960 af hinum þekkta myntsafnara og sérfræðingi í íslenskri myntsöfnun, Frey Jóhannessyni, sem alla tíð síðan og alveg til vorsins 2023 hafi stækkað og fínpússað safnið. Fram kemur að Freyr Jóhannesson sé fæddur 1941 og hafi keypt fyrstu peningaseðlana í safnið þegar hann hafi verið skóladrengur á Íslandi. Í yfir sex áratugi hafi myntsöfnun verið honum hjartfólgið málefni og áhugamál. Í lok sjöunda áratugarins hafi Freyr orðið einn af stofnmeðlimum Myntsafnarafélags Íslands og hafi æ síðan unnið heilshugar að því að efla þekkingu á greininni. Bruun Rasmussen „Þrátt fyrir einstakt safn af íslenskum peningum og glæsilegt safn af íslenskum Biblíum og Nýja testamentinu er það safn hans af sjaldgæfum opinberum peningaseðlum sem stendur hjarta hans næst og mun ávallt verða tengt nafni hans í heimi safnara,“ er haft eftir syni Freys, verðlaunarithöfundinum og ljóðskáldinu Sindra Freyssyni. Á uppboðinu verður boðinn upp stærstur hluti af safni Freys af íslenskum peningaseðlum frá 1783-1960. „Gamlir íslenskir peningaseðlar eru mjög vinsælir meðal safnara vegna heillandi lita og fallegra mynda af fálkum, goshverum, Heklu og kvenlegri persónugervingu Íslands, fjallkonunni, en einnig vegna góðra portrettmynda af dönskum konungum sem gefur innsýn í sögulegt samband Íslands og Danmerkur. Við hlökkum til uppboðsins á þessu íslenska fágæti og við reiknum með að það verði mikil eftirspurn eftir því hjá söfnurum,“ segir Michael Märcher, deildarstjóri fyrir myntir, heiðursmerki og peningaseðla hjá Bruun Rasmussen. „Það eru forréttindi að hafa fengið svona fallegt og sjaldgæft safn á uppboð, þetta er einfaldlega besta safn íslenskra peningaseðla í einkaeigu. Í safninu eru mörg fágæti sem vitna um áhuga Freys Jóhannessonar á táknum, litum og tölusetningu,“ segir Märcher
Íslenska krónan Danmörk Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira