Krefjast aukins fjármagns til handa Heyrna- og talmeinastöðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2023 08:49 Tæplega 300 eru á biðlista eftir þjónustu. Getty Þrettán félagasamtök sem öll tengjast Heyrna- og talmeinastöð Íslands með beinum hætti hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega fjárveitingar sem stöðin færi til að sinna lögbundnum skyldum sínum og verkefnum. Heyrnar- og talmeinastöðinni ber að sinna heyrnamælingum, greiningum og meðferð á heyrna- og talmeinum. Þá sinnir HTÍ einnig meðferð og íhlutun vegna barna sem fæaðst með skarð í góm og/eða vör. „Síðastliðin ár hefur HTÍ reynt að standast þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar samkvæmt lögum en komið er að þolmörkum. Miðað við núverandi fjárlög, húsakost, skort á faglærðum heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum, aðstæðum til rannsókna og framþróunar er ljóst að brotið er á réttindum skjólstæðinga undirritaðra hagsmunaaðila til þess að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að skjólstæðingahópur HTÍ sé fjölbreyttur og gjarnan jaðarsettur. Undir yfirlýsinguna rita forsvarsmenn Heyrnarhjálpar, ÖBÍ, Félags heyrnarlausra, Breiðra brosa, Foreldra- og styrktarfélags heyrnarlausra, Máleflis, Landssambands eldri borgara, Hlíðaskóla, Sólborgar, Félags íslenskra háls-, nef- og eyrnalækna, Félags heyrnarfræðinga, Félags talmeinafræðinga á Íslandi og Umhyggju. Vísir greindi frá því á dögunum að um 20.000 Íslendingar glímdu við heyrnarskerðingu. Tvö þúsund manns biðu eftir þjónustu, þar af tæplega 300 börn. Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Heyrnar- og talmeinastöðinni ber að sinna heyrnamælingum, greiningum og meðferð á heyrna- og talmeinum. Þá sinnir HTÍ einnig meðferð og íhlutun vegna barna sem fæaðst með skarð í góm og/eða vör. „Síðastliðin ár hefur HTÍ reynt að standast þær kröfur sem gerðar eru til stofnunarinnar samkvæmt lögum en komið er að þolmörkum. Miðað við núverandi fjárlög, húsakost, skort á faglærðum heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum, aðstæðum til rannsókna og framþróunar er ljóst að brotið er á réttindum skjólstæðinga undirritaðra hagsmunaaðila til þess að sækja sér viðeigandi heilbrigðisþjónustu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að skjólstæðingahópur HTÍ sé fjölbreyttur og gjarnan jaðarsettur. Undir yfirlýsinguna rita forsvarsmenn Heyrnarhjálpar, ÖBÍ, Félags heyrnarlausra, Breiðra brosa, Foreldra- og styrktarfélags heyrnarlausra, Máleflis, Landssambands eldri borgara, Hlíðaskóla, Sólborgar, Félags íslenskra háls-, nef- og eyrnalækna, Félags heyrnarfræðinga, Félags talmeinafræðinga á Íslandi og Umhyggju. Vísir greindi frá því á dögunum að um 20.000 Íslendingar glímdu við heyrnarskerðingu. Tvö þúsund manns biðu eftir þjónustu, þar af tæplega 300 börn.
Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira