Auknar tekjur og valfrelsi í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 6. nóvember 2023 14:00 Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun