Skoðun

Að­gerða er þörf strax!

Inga Sæland skrifar

Hvar eru aðgerðapakk­arn­ir fyr­ir lán­tak­end­ur sem eru að slig­ast und­an rán­yrkj­unni í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Seðlabank­ans? Bank­arn­ir merg­sjúga heim­ili og fyr­ir­tæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskipt­um við þá. Óverj­andi eigna­til­færsla frá al­menn­ingi í út­bólgn­ar fjár­hirsl­ur þeirra.

Þar sem þeir græða á tá og fingri sem aldrei fyrr!

Það er ekki langt síðan rík­is­stjórn­ar­for­yst­an mætti ít­rekað frammi fyr­ir þjóðinni til að til­kynna hundraða millj­arða út­gjöld al­manna­fjár til að tryggja viðspyrnu og end­ur­komu fyr­ir­tækj­anna eft­ir covid. Á ann­an tug aðgerðapakka leit dags­ins ljós.

Nú er öld­in önn­ur. Ekk­ert ból­ar á aðgerðum fyr­ir þá sem eru að tak­ast á við óðaverðbólgu og að slig­ast und­an for­dæma­lausu vaxta­okri í boði van­hæfr­ar rík­is­stjórn­ar.

Ég hef oft heyrt um van­hæfni en þessi „rík­is­stjórn“ tek­ur út yfir all­an þjófa­bálk í þeim efn­um.

Ef við lít­um um öxl sjá­um við hvernig stjórn­völd hældu sér af efna­hags­stöðug­leika, allt í blóma og all­ir hvatt­ir til að fjár­festa í fast­eign til framtíðar því nú væri lag. Lág­vaxtaum­hverfi sem ekki sá fyr­ir end­ann á að þeirra mati.

Það er óum­deilt að stjórn­in hef­ur brugðist al­farið í öllu sem lýt­ur að því að verja heim­il­in og skuld­sett fyr­ir­tæki og fyr­ir­séða eigna­upp­töku bank­anna á þeim.

Það ligg­ur ljóst fyr­ir að þetta er ekk­ert annað en skipu­lögð glæp­a­starf­semi þar sem mark­miðið er að í lok­in missi flest­ir heim­ili sín ekki síður en í efna­hags­hrun­inu 2008 þegar Sam­fylk­ing og VG gáfu skot­leyfi á heim­il­in á meðan þau vörðu auðmenn og fjár­mála­öfl­in með kjafti og klóm.

Í kjöl­farið hafa flest­ir forðast verðtrygg­ing­una og tekið lán með föst­um vöxt­um til þriggja eða fimm ára í ein­hverj­um til­vik­um. En nú er eina vörn þeirra að þiggja hinn eitraða kokteil verðtrygg­ing­ar­inn­ar sem ætti fyr­ir löngu að vera búið að þurrka út úr ís­lenskri lög­gjöf.

Ég vil minna á að við Guðmund­ur Ingi (Flokki fólks­ins) vor­um einu þing­menn­irn­ir sem hófu að vara við verðbólg­unni í upp­hafi árs 2020. Það er skemmst frá því að segja að hvorki fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra né nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra virtu okk­ur viðlits hvað það varðar. Þeim bar sam­an um að hér væri eng­in verðbólga hand­an við hornið og ástæðulaust að vera með svona svart­sýni þegar allt léki í lyndi.

Enn og aft­ur velti ég fyr­ir mér: Til hvers er Lands­dóm­ur ef ekki til að taka á verk­um eða verk­leysi ráðherra sem hrein­lega vinna sam­fé­lag­inu óbæt­an­legt tjón með allri sinni van­hæfni og aug­ljósri van­rækslu?

Höf­und­ur er alþing­ismaður og formaður Flokks fólks­ins.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×