Um eflingu háskólanáms á landsbyggðinni – Suðurlands dæmið Ingunn Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 13:01 Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Vísindi Byggðamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Það búa ekki allir landshlutar við aðgengi að háskóla en þar með er ekki sagt að íbúar hans hafi ekki aðgengi að námi. Um landið hafa byggst upp þekkingarsetur líkt og Háskólafélag Suðurlands þar sem nemendur geta komið og stundað fjarnám, tekið próf, hitt aðra nemendur og upplifað sig sem hluta af námssamfélagi. Hins vegar er það svo að framboð námsgreina er ekki endilega í samræmi við eftirspurnina, enda er enn þá aðeins takmarkaður hluti námsbrauta í boði sem fjarnám. Því skiptir það gríðarlegu máli að þau svæði sem ekki búa við háskóla leiti allra leiða til þess að efla og auka tækifæri til menntunar, að krefjast þess statt og stöðugt að háskólar landsins efli fjarnámið sitt, fjölgi greinum og verði raunverulega háskólar fyrir alla landsmenn. Hvað geta svæðin gert? Fyrir utan það að vera stöðugur þrýstingur á háskólana að efla og bæta sitt fjarnám, taka þátt í þróunarverkefnum og minna stöðugt á mikilvægi þess að landsbyggðin sitji ekki eftir þegar kemur að menntun á háskólastigi, þá hafa svæðin farið misjafnar leiðir að því að efla og hvetja nemendur „innan frá“. Á Suðurlandi var farin sú leið að stofna Vísinda- og rannsóknarsjóð sem hefur það markmið að styrkja lokaverkefni nemenda sem hafa skýra tengingu við Suðurland. Frá upphafi hefur sjóðurinn styrkt 42 verkefni af öllum toga, allt frá BA/BS verkefnum til doktorsverkefna. Þetta eru um 2-3 verkefni árlega og samkvæmt styrkþegum hefur sjóðurinn haft mikla þýðingu fyrir framgang þeirra. Niðurstöður rannsókna nemendanna leiða oftar en ekki af sér ný og áhugaverð verkefni sem nýtast á margan hátt til uppbyggingar á svæðinu, samfélaginu öllu til heilla. Sjáum til sólar Þó breytingar gerist oft hægt þá gerast þær engu að síður. Í nýju fjármögnunarlíkani Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins til háskólanna er gert ráð fyrir að 25% af heildarfjármögnun fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Þar segir að með þessum hluta sé ætlunin meðal annars að hvetja háskólana til þess að auka framboð greina í fjarnámi og stuðla að jöfnu aðgengi að háskólanámi. Þó eflaust muni innleiðingin taka tíma er vonin sú að þetta verði skref í þá átt að háskólarnir sjái sér hag í því að bjóða íbúum landsbyggðarinnar upp á fjölbreyttara nám og aðgengi fyrir alla. Í millitíðinni halda þekkingarsetrin áfram að vera staður fyrir nemendur á landsbyggðinni til þess að fara í það fjarnám sem í boði er, veita þeim les- og prófaþjónustu og styrkja innviði náms með öllum tiltækum ráðum. Opið fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands Búið er að opna fyrir umsóknir í Vísinda- og rannsóknarsjóð fyrir árið 2024 og er frestur til þess að sækja um til 5. janúar. Við hvetjum nemendur til þess að skoða sjóðinn og sækja um, telji þeir verkefnin sín eiga erindi við Suðurland. Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og í stjórn Samtaka þekkingarsetra á landsbyggðinni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun