Hefurðu komið í „Yoda Cave“ og á „Diamond Beach“? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 13:30 Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Íslensk tunga Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur setið undir nokkurri gagnrýni undanfarið vegna meintra neikvæðra áhrifa á íslenska tungu og ofnotkun ensku í starfsemi sinni. Þeirri gagnrýni hefur verið svarað af minni hálfu og fleiri meðal annars í grein hér á Visir.is, sem heitir „Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni“. Annar angi þessa máls og sá sem ég tek hjartanlega undir að þurfi að stíga inn af krafti, er sú aukna tilhneiging að þýða íslensk örnefni yfir á ensku. Það eru ekki mjög mörg ár síðan það fór að bera á þessu og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hver eða hverjir áttu frumkvæðið að þessu. Þó þykir líklegt, af þeim sem best til þekkja, að þessar þýðingar hafi orðið til hjá áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, í upplýsingamiðlun á milli erlendra ferðamanna sjálfra, hjá kvikmyndagerðarfólki og hugsanlega hjá erlendum ferðaskipuleggjendum, sem starfa á Íslandi. Þeir sem vinna við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað hafa í gegnum árin notað íslensk örnefni og ekki gert tilraun til að gera þau þjálli í munni erlendra gesta. Nú upp á síðkastið hefur hins vegar í auknum mæli mátt sjá þessi þýddu örnefni í markaðsefni fyrirtækja. Hér má sjá nokkur dæmi: ·„Batman Mountain“ - Vestrahorn (Brunnhorn) ·„Yoda Cave“ - Gígjagjá ·„Black beach“ - Reynisfjara ·„Valley of tears“ - Sigöldugljúfur ·„Diamond beach“ - Fellsfjara (Eystri Fellsfjara) ·„Rhino Rock“ - Hvítserkur ·„Arrowhead Mountain“ - Kirkjufell ·„Whispering Cliffs“ - Hljóðaklettar Mér finnst þessi þróun mjög óheillavænleg og ekki til þess fallin að auka hróður Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Hún stuðlar ekki heldur að því að ferðaþjónustan starfi í sátt við landið og þjóðina. Hvernig má það til dæmis vera að jafnvel fólk sem starfar í ferðaþjónustu hafi ekki hugmynd um, um hvaða staði er verið að tala, þegar ensku heitin eru notuð? Lausleg könnun meðal fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi leiddi í ljós að flestir þeirra nota ávallt íslensku örnefnin í sinni leiðsögn og mörgum þeirra finnst þessi þróun í besta falli kjánaleg. Aðrir fá aulahroll. Tökum mark á þeim – leiðsögumenn eru þeir sem komast í nánustu snertinguna við gesti okkar. Ferðamenn sem koma til landsins koma til að upplifa náttúrufegurð og íslenska menningu á sama tíma. Stór hluti menningarinnar er þjóðtungan, sem ferðamenn vilja einnig komast í snertingu við. Algjörlega óháð því hvort þeir skilja eitt einasta orð eða ekki. Tungan er hluti af upplifuninni og því eigum við ekki að niðursjóða hana í enska markaðsfrasa. Leyfum ferðamönnunum okkar að kljást við hana og bæta þar með kryddi í upplifun af landinu og þjóðinni. Ég skora því hér með á alla þá sem starfa í ferðaþjónustu, sem og almenning, að taka ekki þátt í þessari enskuvæðingu á náttúrunni okkar, heldur nota fallegu, kjarnyrtu, íslensku örnefnin. Á afmælisráðstefnu SAF þann 15. nóvember nk. verður meðal margra annarra málstofa um ferðaþjónustu og íslensku, þar sem kafað verður dýpra ofan í málið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun