Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:46 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
„Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00