Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2023 02:29 Vel er fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. einar árnason Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira