Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2023 02:29 Vel er fylgst með stöðunni á Veðurstofunni og í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. einar árnason Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að dregið hafi úr stórum skjálftum á Reykjanesi þó að skjálftavirkni sé enn töluverð, enda mælast um hundrað til hundrað og fjörutíu skjálftar að meðaltali á klukkustund. Þekkt að virkni detti niður rétt fyrir gos Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Bjarki segir ýmislegt geta útskýrt dvínandi virkni. „Kannski hefur allt brotnað í sundur sem átti að brotna í sundur. Svo er skjálftavirknin alltaf lotukennd líkt og við höfum séð síðustu tvær vikur. Stundum er hún mikil, svo liggur hún niðri og fer stundum upp aftur. En svo gerist það líka fyrir gos að skjálftavirknin dettur niður, við vitum að kvikugangurinn er mjög grunnur.“ Gögn Veðurstofunnar sýna að kvikan sé á 800 metra dýpi. Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS-mælingum sem sýna að umfang kvikugangsins er verulegt, um fimmtán kílómetra langur og kvika að nálgast yfirborð. Gangurinn nái frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Bjarki segir líklegt að kvikugangurinn hafi færst enn nær yfirborðinu. „Líklega er hann miklu grynnri núna því það er hálfur sólarhringur síðan gervihnattagögnin sýndu kvikugang á 800 metra dýpi.“ Hann tekur fram að ekki megi lesa of mikið í stöðuna enda sviðsmyndirnar fjölmargar. Óvíst sé hvenær ný gögn um stöðu kvikunnar berast, mögulega í fyrramálið. „Það verður aftur fundur hjá okkur klukkan hálf tíu í fyrramálið og í framhaldinu sendum við út tilkynningu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira