„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2023 11:26 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag. Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar. Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Af þeim 3800 Grindvíkingum sem yfirgefa hafa þurft bæinn síðustu daga eru tæplega 600 grunnskólabörn. Rúmlega tvö hundruð eru síðan á leikskóla. Frá því að bærinn var rýmdur á föstudagskvöld hafa farið fram fjöldi funda um hvernig hátta eigi skólahaldi. Fái að vera saman Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir meginhugmyndina vera að grindvísk börn sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti verið saman í skólanum . „Það er verið að undirbúa það að skólahald geti hafist sem fyrst eftir helgina. Það verður fundur hjá kennurum og skólayfirvöldum í Grindavík á morgun þar sem plönin verða lögð,“ segir Fannar. Þau börn sem eru utan höfuðborgarsvæðisins fara síðan í þann skóla sem þeim er næstur. Fá til liðs við sig sérfræðinga Klukkan fimm í dag hefst samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Þar munu meðal annarra Biskup Íslands og forseti Íslands ávarpa íbúana. „Þetta er hugsað sem svona kyrrðar- og samverustund þannig íbúar geti komið þarna hist og talað saman. Svo verða þarna örfá tónlistaratriði og einhver ávörp líka en fyrst og fremst verður þetta svo fólk geti hist og rætt saman hlutina,“ segir Fannar. Hann segir mikinn ótta vera í Grindvíkingum þessa stundina. „Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu þannig við erum að reyna að fá líka til liðs við okkur sérfræðinga sem koma til aðstoðar vegna sálræna hlutans,“ segir Fannar.
Hallgrímskirkja Grindavík Eldgos og jarðhræringar Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24
Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn. 11. nóvember 2023 19:26