Þriðja vaktin er til og Jóhannes Haukur gengur hana Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 10:14 Jóhannes Haukur Jóhannesson stórleikari. Ef marka má skilaboðasendingar milli hans og eiginkonunnar Rósu, þá er 3. vaktin til en það er Jóhannes sem gengur hana. vísir/vilhelm Jóhannes Haukur Jóhannsson stórleikari, eiginmaður og faðir segir þriðju vaktina svokölluðu vissulega til og en það sé hann sem gangi þá vakt. Mikið hefur verið skrafað um þriðju vaktina svokölluðu en hjónin, sálfræðingurinn Hulda Tölgyes og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, hafa ritað bók um hana og vonast til að selja þá hana í stórum stíl. Hugtakið þriðja vaktin gengur út á að konur gangi þessa þriðju vakt, þær séu undir miklu álagi vegna hennar. En á móti eru svo ýmsir sem hafna þessu hugtaki. Segja það teygjanlegt og loðið og samkomulagsatriði sé hvernig skipulagi hvers heimilis um sig sé háttað. Nú hefur Jóhannes Haukur stigið fram og hann hefur fyrir sína parta kveðið uppúr um að þessi þriðja vakt sé til. „En það er ÉG SEM ER Á HENNI! Alla daga.“ En það er ekki svo að Jóhannes Haukur sé að kvarta undan, hann er bara að benda á þetta. „En svo það sé tekið fram, þá munar mig ekkert um það. Allt fyrir hana Rósu mína.“ Og máli sínu til sönnunar birtir hann skilaboð í stórum stíl frá Rósu Björk Sveinsdóttur eiginkonu sinni þar sem hann er spurður um allt milli himins og jarðar. Og Jóhannes Haukur er með svörin á reiðum höndum. Hér eru nokkur dæmi: „Rósa: Veistu um bólusetningarskírteinið hennar Ólafar? Jóhannes Haukur: Já, ég held það. Ég held að það sé í skápnum þar sem rafmagnstaflan er í búrinu. Ef ekki þar, þá uppi í litla skápnum sem er inní stærri skápnum í búrinu. Þar sem allskonar drasl er. Ryksugupokar, saumavélin og svo framvegis.“ … „Rósa: Heyrðu hvað kostar tíminn hjá Hilmari? Jóhannes Haukur: 14þ.“ … „Rósa: Eigum við Covid próf? Jóhannes Haukur: Já. Í hillunni niðri. Alveg svona pro dæmi.“ … „Rósa: Hvenær koma frakkarnir? Jóhannes Haukur: Vikunni fyrir páskavikuna. Koma 24. mars.“ … Rósa: Hvar eru sundfötin hennar Mrgrétar?“ Jóhannes Haukur: Í Krúsernum. (Og hjartamerki með.)“ … „Rósa: Heyrðu eru fimleikarnir búnir klukkan 12? Jóhannes Haukur: Já.“ Og þannig ganga samskiptin fyrir sig á því heimilinu. Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Mikið hefur verið skrafað um þriðju vaktina svokölluðu en hjónin, sálfræðingurinn Hulda Tölgyes og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, hafa ritað bók um hana og vonast til að selja þá hana í stórum stíl. Hugtakið þriðja vaktin gengur út á að konur gangi þessa þriðju vakt, þær séu undir miklu álagi vegna hennar. En á móti eru svo ýmsir sem hafna þessu hugtaki. Segja það teygjanlegt og loðið og samkomulagsatriði sé hvernig skipulagi hvers heimilis um sig sé háttað. Nú hefur Jóhannes Haukur stigið fram og hann hefur fyrir sína parta kveðið uppúr um að þessi þriðja vakt sé til. „En það er ÉG SEM ER Á HENNI! Alla daga.“ En það er ekki svo að Jóhannes Haukur sé að kvarta undan, hann er bara að benda á þetta. „En svo það sé tekið fram, þá munar mig ekkert um það. Allt fyrir hana Rósu mína.“ Og máli sínu til sönnunar birtir hann skilaboð í stórum stíl frá Rósu Björk Sveinsdóttur eiginkonu sinni þar sem hann er spurður um allt milli himins og jarðar. Og Jóhannes Haukur er með svörin á reiðum höndum. Hér eru nokkur dæmi: „Rósa: Veistu um bólusetningarskírteinið hennar Ólafar? Jóhannes Haukur: Já, ég held það. Ég held að það sé í skápnum þar sem rafmagnstaflan er í búrinu. Ef ekki þar, þá uppi í litla skápnum sem er inní stærri skápnum í búrinu. Þar sem allskonar drasl er. Ryksugupokar, saumavélin og svo framvegis.“ … „Rósa: Heyrðu hvað kostar tíminn hjá Hilmari? Jóhannes Haukur: 14þ.“ … „Rósa: Eigum við Covid próf? Jóhannes Haukur: Já. Í hillunni niðri. Alveg svona pro dæmi.“ … „Rósa: Hvenær koma frakkarnir? Jóhannes Haukur: Vikunni fyrir páskavikuna. Koma 24. mars.“ … Rósa: Hvar eru sundfötin hennar Mrgrétar?“ Jóhannes Haukur: Í Krúsernum. (Og hjartamerki með.)“ … „Rósa: Heyrðu eru fimleikarnir búnir klukkan 12? Jóhannes Haukur: Já.“ Og þannig ganga samskiptin fyrir sig á því heimilinu.
Jafnréttismál Fjölskyldumál Ástin og lífið Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira