Vernd mannlegra innviða á Reykjanesi Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina. Ég er að reyna að ímynda mér hvernig það væri ef ég hefði þurft að ganga út af heimilinu mínu á föstudaginn sl. Og ekki vitað hvort eða hvenær ég gæti snúið til baka. Eða hvað ég myndi taka með mér ef ég hefði fengið 5 mínútur til að taka dót með mér út í óvissuna. Ofan á þetta bætist við óvissa um atvinnu og afkomuótti. Ég fæ aukinn hjartslátt bara við tilhugsunina. Við treystum á öryggi Til þess að fara í gegnum okkar lífsins daga þurfum við að treysta. Við þurfum að treysta ákveðnu lögmáli um að umhverfið og samfélagið sem við lifum í sé í grunninn réttlátt og öruggt. Við þurfum að treysta því að almennt séð sé annað fólk gott og fari eftir lögum og reglum. Við þurfum að treysta því að geta gengið um án þess að til dæmis jörðin opnist og þar myndist gat ofan í iðrar hennar. Ef það verður rof á þessu grunntrausti þá verður til áfall*. Því áfall lamar alla fyrri þekkingu um öruggan heim. Ég las færslu á Facebook hjá ungri konu úr Grindavík sem er komin í öruggt skjól með fjölskylduna sína. Hún talar um að hana langi samt bara svo heim til sín. Drekka morgun kaffibollann sinn í eldhúsinu sínu, byrja að huga að jólaskreytingum heima í stofunni, sofna og vakna í rúminu sínu. Því þetta er öryggið í hennar heimsmynd. Núna er búið að höggva á það. Það þarf líka að grípa fólk Í fréttatímum gærdagsins fengum við að sjá rifurnar og götin sem hafa myndast á húsum, götum og lóðum í Grindavík eftir jarðskjálftana sl. dagana, auk þess að sjá íbúa Grindavíkur í langri bílaröð að bíða eftir sínum 5 mínútum á heimili sínu og sækja nauðsynjar og nokkrir komu í viðtal í eðlilegri geðshræringu og töluðu um vanmáttinn sem þau upplifa. Við fengum líka fregnir af því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp forsætisráðherra til laga um vernd innviða á Reykjanesi. Þetta er að mínu mati sjálfsagt og mikilvægt frumvarp og gott að sjá að einróma samhugur ráði ferð. Mig langar samt að biðla til ykkar sem farið með ákvörðunarvaldið í okkar landi að huga líka að vernd mannlegra innviða á Suðurnesjum. Það að fjárfesta í mannlegum innviðum borgar sig margfalt til framtíðar.. Áföll geta haft víðtækar afleiðingar, orsakað líkamlega og geðræna sjúkdóma, fíknivanda og örorku. Kostnaður samfélagsins vegna áfalla nema tæplega 100 milljarða árlega og birtist í auknum útgjöldum heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins, í félagslegri þjónustu og réttarvörslukerfinu. Íbúar Grindavíkur eru að upplifa áfall sem mun hafa áhrif á þau til frambúðar. Það getur skipt sköpum að grípa þetta fólk með markvissum sálrænum stuðningi strax og á næstu misserum. Vonandi fáum við að sjá frumvarp til laga um vernd mannlegra innviða á Reykjanesi. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum. *Áfall (e. trauma), er markandi upplifun/reynsla af atburði eða samskiptum (ofbeldi) þar sem sá/sú sem fyrir verður upplifir afgerandi hjálparleysi, yfirþyrmandi lífs- og öryggisógn gagnvart sjálfum sér eða öðrum án þess að geta komið nokkrum vörnum við. *Samfélagsleg áföll (e. collective trauma) aftur á móti verða vegna atburða sem hafa gífurleg áhrif á tiltekið samfélag eins og bæjarfélag eða landssvæði, með því að rjúfa eða laska verulega tengsl einstaklinga í samfélaginu og skapa aðstæður sem geta ógnað lífi og heilsu þeirra, umhverfi og eignum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar