Ásmundur segir tilboðið frá bönkunum móðgun við Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2023 16:25 Ásmundur Friðriksson fordæmdi tilboð banka og lánastofnana til handa Grindvíkingum, en þeim hefur verið lofað greiðslustöðvun fasteignalána, algera móðgun. Vísir/Arnar Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki er meðal þeirra sem steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins. Hann gerði fasteignalán til Grindvíkinga að umtalsefni. Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ásmundur hóf máls sitt á því að tala um að alþingi og ríkisstjórn væru eins og slökkvilið fyrir Grindvíkinga nú um stundir og mikilvægt að hratt og örugglega yrði brugðist við. Heimilin séu ónýt og þau sem enn standa tóm því fólki væri gert að finna sér annan viðverustað. „Í því ljósi, herra forseti, finnst mér það tilboð sem bankarnir gerðu Grindvíkingum um að stöðva afborganir en halda áfram að rukka vexti og verðbætur af fasteignalánum nánast hjákátlega brosleg í þeirri stöðu sem nú er uppi. Bankarnir þurfa ekki, í þessum kringumstæðum, að hagnast á Grindvíkingum. Vaxtaokrið í þessu landi er nóg og verðbæturnar sem ofan á það bætast,“ sagði Ásmundur. Fyrr í dag skrifaði Sigríður María Eyþórsdóttir kirkjuvörður í kirkju Grindavíkur viðhorfspistil sem var mjög á sömu lund og það sem Ásmundur vildi leggja á borð þingsins. Ásmundur sagði að nú þyrfti fólk að leigja sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hann taldi engin efni standa til að fólk gæti borgað tvöfalt. „Ég byrjaði þessa umræðu á mánudaginn var. Og varaði þá við því strax að það yrði að bregðast við því strax að íbúar í Grindavík yrðu að losna undan þeim afborgunum af fasteignalánum, vöxtum og verðtryggingu. Og þeim yrði tryggð laun, fyrirtækjum yrði tryggt að þau gætu haldið áfram að greiða laun til starfsmanna sinna. Og þeim yrði gert kleift að hefja rekstur eins fljótt og hægt er,“ sagði 7. þingmaður Suðurlands. Ásmundur sagði jafnframt að það yrði að búa svo um hnúta að íbúunum gæfist færi á að koma sér fyrir og það yrðum við að gera á þann hátt að þeim líði eins bærilega með það og hægt er. „Og í því ljósi er það tilboð sem liggur fyrir frá bönkunum og lánastofnunum algerlega óviðunandi. Það er nánast móðgun við fólk að bjóða þetta,“ sagði Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira