Ferðaþjónusta, frá stefnu í aðgerðir Haukur Harðarson skrifar 17. nóvember 2023 14:00 Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi. Fjöldi ferðamanna fór úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Á þessu ári er reiknað með að fjöldi ferðamanna fari yfir 2 milljónir. Í samvinnu stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hefur verið mörkuð framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina til ársins 2030. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grundvelli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. En stefnu fylgja aðgerðir og því skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Gert er ráð fyrir að stefnan og aðgerðaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar á vorþingi 2024. Nú eru fyrstu tillögur aðgerða frá starfshópunum til umsagnar í samráðsgátt. Þegar tillögur starfshópanna eru rýndar koma að mínu áliti fram sameiginlegar áherslur. Þær eru sjálfbærni, rannsóknir, gögn og greiningar, menntun og gæði, álagsstýring, leyfismál og eftirlit. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur verið þátttakandi í mótun fyrstu tillagna að aðgerðum varðandi hæfni og gæði. Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Frestur til þess að skrifa umsögn í samráðsgátt er 23.nóvember 2023. Í framhaldi verður tekið mið af ábendingum sem koma fram við mótun lokatillagna og þær birtar í samráðsgátt. Mikilvægt er að þau sem standa næst atvinnugreininni skoði þær tillögur sem fram eru komnar og móti sér skoðun á þeim. Til að varpa fram ljósi á þær tillögur sem nú eru til umsagnar boða Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar til Menntamorguns í streymi mánudaginn 20. nóvember kl. 09:00 – 10:00. Á fundinum verður kynning á megináherslum sem felast í tillögum hópanna og síðan verður farið dýpra í tillögur varðandi hæfni og gæði. Fundurinn er öllum opinn og nánari upplýsingar um dagskrá má nálgast hér. Og í lokinn, það er einfalt að setja inn umsögn í samráðsgátt og viðmótið þægilegt. Þær þurfa ekki að vera umfangsmiklar og formlegar, þær geta snert málið í heild sinni eða einstök atriði og geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum, samtökum eða hverjum sem er sem vill láta rödd sína heyrast. Höfundur er verkefnastjóri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun