Matarboð með fyrirvara um eldgos Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 16:41 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen efna til matarboðs í Grindavík með fyrirvara um eldgos. Vísir Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Hallgrímur birti færslu á Facebook þar sem hann bauð öllum Grindvíkingum nær og fjær í matarboðið og ætlar hann að draga nöfn úr hatti til að ákveða hver hlýtur sess við borðið. Hallgrímur ræddi við blaðamann um mikilvægi þess að halda höfði þegar bjátar á. „Mér finnst bara mikilvægt að hvetja Grindvíkinga áfram. Við birtum þetta á Facebook í dag. Það eru margir þungir og maður er bara að reyna að peppa fólk áfram.“ Matarboð undir öllum kringumstæðum Hallgrímur segir þá halda flottustu matarboðin í bænum. Honum finnst mikilvægt að gleðja Grindvíkinga og halda í samfélagið þrátt fyrir að þeir séu dreifðir um landið þessa stundina. Þeir Hallgrímur og Geir héldu meðal annars matarboð nýlega í miðri skjálftahrinunni og fréttamaður Vísis kíkti í heimsókn. „Við höldum flottustu matarboðin, ég og Geir. Það vilja allir koma í matarboð til okkar. Og svo ætla ég að draga út hverjir koma, tíu eða tólf manns. Þetta er bara pepp. 140 athugasemdir komnar. Ég ætlaði að taka bingókúlu og snúa en það er orðið of mikið fyrir það. Við höfum ekkert hugsað út í matseðilinn. Maður er að reyna að vera jákvæður. Ég er svo fastur á því að fara heim að ég hugsa ekki um annað,“ Fréttir dagsins gætu þó sett strik í þessar áætlanir þar sem tilkynnt var á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag að Grindvíkingar mættu búast við því að búa annars staðar í einhverja mánuði. Búa nú í sumarbústað í Grímsnesi Hallgrímur og Geir eru nú til húsa í sumarbústað í Grímsnesið en fara að flytja sig í Hafnarfjörðinn vegna þess að vinnan hans Hallgríms er „komin í gang.“ „Ég vinn í uppskipun og vinnan mín er komin í Hafnarfjörð. Það er búið að redda okkur vinnuaðstöðu í Hafnarfirði. Þannig að við munum landa þar grindvísku bátunum. Það er æðislegt. En svo veit maður ekkert hvað hún varir lengi þessi staða.“ Hallgrímur er gríðarlega spenntur að komast heim og hefur þykir ekki mikið til eldsumbrotanna koma. „Vestmannaeyingar handmokuðu upp bæinn sinn. Við erum með fimm sprungur, við hljótum að geta komist yfir þetta,“ segir hann. „Ég er búinn að heyra marga sem vilja bara ekkert flytja tilbaka til Grindavíkur. Ég fæ bara í magann við að heyra þetta. Maður verður bara að halda áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira