López skoraði fimmta og síðasta mark Barcelona liðsins í leiknum en markið hennar kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Vicky hafði komið inn á sem varamaður á 87. mínútu.
Youngest footballers to ever score in El Clásico.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 19, 2023
Vicky López. 17 years & 116 days
Ansu Fati. 17 years & 358 days pic.twitter.com/9c5fUTlb4R
López var aðeins 17 ára og 116 daga gömul í gær sem þýddi að hún varð með þessu yngsti markaskorari Barcelona í sögu El Clasico en það er nafnið á viðureignum erkifjendanna Barcelona og Real Madrid.
López bætti met Ansu Fati sem var 17 ára og 358 daga þegar hann skoraði fyrir karlalið Barcelona í leik á móti Real.
Fati skoraði markið sitt í 3-1 útisigri á Real 24. október 2020. Hann er núna orðinn leikmaður Brighton & Hove Albion í enski úrvalsdeildinni en Barcelona lánaði hann þangað fram á sumar.
Vicky López er fædd 26. júlí 2006 en hún er frá Madrid. Hún kom til Barcelona í fyrra eftir að hafa spilað upp yngri flokkana hjá Madrid CFF.
López hefur þegar skorað 17 mörk fyrir spænska sautján ára landsliðið og varð heimsmeistari með liðinu á síðasta ári.
Vicky López. 17 años
— DAZN España (@DAZN_ES) November 19, 2023
El 5-0 del @FCBfemeni contra el Real Madrid en el descuento #LigaFenDAZN pic.twitter.com/o9e53FrVau