Spilaði landsleik fyrir sjö dögum en er núna hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:31 Helena Sverrisdóttir fagnar titli með dætrum sínum tveimur. Vísir/Hulda Margrét Ein besta körfuboltakona Íslandssögunnar er hætt. Helena Sverrisdóttir ætlaði sér alltaf að verða best. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana. Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira
Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa Sjá meira