Spilaði landsleik fyrir sjö dögum en er núna hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:31 Helena Sverrisdóttir fagnar titli með dætrum sínum tveimur. Vísir/Hulda Margrét Ein besta körfuboltakona Íslandssögunnar er hætt. Helena Sverrisdóttir ætlaði sér alltaf að verða best. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana. Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Fleiri fréttir Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sjá meira
Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Fleiri fréttir Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sjá meira