Kelce hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann byrjaði með Taylor Swift. En hann er ekki bara kærasti einnar stærstu poppstjörnu heimsins heldur líka einn besti innherji sögunnar.
Aðdáendur Kelces ættu að njóta þess að horfa á hann spila því óvíst er hversu mikið lengur hann gerir það. Hann hefur nefnilega sterklega íhugað að setja hjálminn á hilluna vegna þrálátra meiðsla.
„Meira en nokkur gæti ímyndað sér,“ sagði Kelce í samtali við The Wall Street Journal, aðspurður hvort hann væri að hugsa um að hætta.
„Þetta er það eina sem ég hef ekki verið virkilega opinn með, sársaukann. Þessi þrálátu meiðsli, þessar tíu aðgerðir sem ég hef farið í og finn enn fyrir á hverjum degi.“
Kelce, sem er 34 ára, hefur tvisvar sinnum unnið Super Bowl með Chiefs.