Manninum er gefið að sök að brjóta á tveimur barnungum stúlkum. Málin eru aðskilin, en þó lík að mörgu leyti. Hann er sagður hafa mælt sér mót við stúlkunnar á samfélagsmiðlum, sótt þær á bíl og síðan brotið á þeim kynferðislega og oftast nauðgað þeim.
Þá hafi hann lofað stúlkunum peningagreiðslum og afhent þeim pening fyrir skiptin sem þau hittust.
Mál annarrar stúlkunnar varðar tvö atvik, þar sem maðurinn er annars vegar ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og hins vegar fyrir nauðgun. Honum er einnig gefið að sök að hafa viðhafa kynferðislegt tal og senda henni typpamynd.
Mál hinnar stúlkunnar varðar þrjú atvik, en maðurinn er ákærður fyrir nauðganir í öll skiptin.
Fjögurra milljóna króna er krafist í miskabætur af foreldrum beggja stúlknanna fyrir hönd dætra sinna.
Vændi og barnaníðsefni
Manninum er einnig gefið að sök að greiða þremur einstaklingum fyrir vændi. Vændiskaupin sjálf eiga að hafa verið níu talsins.
Þá er hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot með því hafa í vörslum sínum Samsung-síma og Apple-fartölvu þar sem fundust samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt.
Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið hefur þegar verið þingfest.