„Hlökkum svo til að hitta þig. A perfect little stranger arriving Feb 2024,“ skrifar María við færsluna. Þar má sjá myndskeið af yngstu dóttur þeirra sprengja kynjablöðru. Út kom bleikt skraut sem gefur til kynna að um stúlku sé að ræða. Fyrir eiga þau eina dóttur saman. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi.
María og Arnar byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2017. Nokkur aldursmunur er á parinu en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989. Því munar 16 árum á þeim.