Vísað úr landi vegna fíkniefnaframleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2023 10:50 Koma verður í ljós hvort Eimantas áfrýi niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Karlmanni frá Litháen sem hlaut þungan dóm fyrir fíkniefnaframleiðslu hér á landi árið 2021 verður vísað úr landi. Hann má ekki snúa aftur til Íslands næstu fjórtán árin. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli mannsins, Eimantas Strole, á hendur kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Hann krafðist þess að úrskurður kærunefndar og ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun og endurkomubann yrðu felld úr gildi. Eimantas hefur búið á Íslandi frá árinu 2016 en faðir hans hefur búið hér í lengri tíma. Eimantas var í apríl 2021 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann játaði brot sitt en dómurinn horfði til magns og hve hættuleg efnin voru. Sjö og hálfur lítri af amfetamínbasa auk tóla og tækja fundust við húsleit í bílskúr sem Eimantas leigði. Útlendingastofnun tilkynnti honum í október 2021 að brottvísun hans væri til skoðunar og var því bréfi ekki mótmælt. Í janúar 2022 ákvað Útlendingastofnun að vísa honum úr landi og meina honum endurkomu í fjórtán ár. Dómurinn féllst á það með Útlendingastofnun að alvarleiki brota Eimantas hefði verið slíkur að alvarlegar ástæður á grundvelli allsherjarreglu, almannaöryggis eða almannaheilbrigðis hefðu legið til að brottvísa honum. Háttsemin bendi til þess að hann gæti framið refsivert brot á ný þótt þetta hafi verið hans fyrsti dómur. Þar hjálpaði ekki nýlegar upplýsingar um að Eimantas starfi nú sem einyrki við verktöku í iðngrein sem ekkert bendi til að hann hafi fagmenntun til að stunda. Raunar væru þær síst til þess fallnar að draga úr hættu á ítrekun brota. Eimantas tiltók ýmsar ástæður fyrir því af hverju ekki ætti að vísa honum úr landi. Meðal annars að það væri ósanngjarnt gagnvart honum og nánasta aðstandanda hans. Ekki var fallist á að faðir hans væri hans nánasti aðstandandi þannig að brottvísunin fæli í sér ósanngjarna ráðstöfun gagnvart föðurnum. Þá var ekki fallist á varakröfu Eimantas um styttingu á fjórtán ára endurkomubanni.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira