Kerr með þrennu í sigri Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 21:59 Einu af þremur mörkum kvöldsins fagnað. Chloe Knott/Getty Images Sam Kerr skoraði þrennu þegar Chelsea lagði París FC í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá vann AS Roma 3-0 sigur á Ajax. Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Sjá meira
Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn