Segir hann endurflutning frumvarpsins sóa „tíma allra þeirra sem að málinu koma með einum eða öðrum hætti“. Þá byggi frumvarpið á „einstaklega miklum fordómum í garðs lítils hóps í samfélaginu“.
„Það getur auðvitað verið erfitt að hindra fordómafulla og óvægna umræðu á samfélagsmiðlum en að hún sé drifin áfram af kjörnum fulltrúum Alþingis sætir furðu. Nú er mál að linni,“ segir í umsögn Ísteka um frumvarpið, sem undirrituð er af Arnþóri.
Þar segir að „atlagan“ að búgreininni standi enn og að andstæðingar hennar keppist við að tala hana niður.
„Frá því að greinin lenti í auga stormsins fyrir réttum tveimur árum þegar þetta er ritað, hefur vinna í búgreininni verið undir vökulu auga Matvælastofnunar og ráðherra sem fyrirskipaði að greinin skyldi vera undir sérstaklega stífu eftirliti. Það gekk eftir og hafa viðkomandi bændur síðan sætt eftirlitstíðni á pari við hæsta áhættumat stofnunarinnar. Þá hefur annað eftirlit einnig verið stóraukið.
Niðurstaða þess alls er í stuttu máli sú að afföll og frávikatíðni er einstaklega lág í greininni og álag á dýrin í raun minna en á annan búfénað, þ.m.t. hross í brúkun.“