Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. nóvember 2023 15:31 Á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um kynferðisbrot fyrir tilstilli sérstakar löggjafar í New York-ríki er borgarstjóri, rokkstjarna, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og rappari. EPA Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs. Um er að ræða einkamál sem eru höfðuð í New York-ríki, sem eru talsvert fleiri en tvö ofangreind mál og varða ekki bara nafntogaða menn. Málsóknirnar eru mögulegar fyrir tilstilli löggjafar í ríkinu. AP-fréttastofan greindi frá því fyrr í vikunni að rúmlega 2500 málshöfðanir hefðu verið lagðar fram vegna löggjafarinnar sem gefur brotaþolum færi á höfða mál vegna kynferðisbrota óháð því hvenær þau áttu sér stað, jafnvel þó meint brot séu fyrnd. Þar af leiðandi áttu mörg meintra brota sér stað fyrir nokkrum áratugum. Löggjöfin hafði þó sinn tíma, en hún rann út á miðnætti vestanhafs í gærkvöldi. Um var að ræða árslangan glugga þar sem hægt var að fara í mál vegna umræddra brota. Í ljósi þess að tíminn var að renna út voru málshöfðanir enn meira áberandi á síðustu vikum og dögum. Mál forsetans á meðal brotanna Líkt og áður segir hafa margir frægir Bandaríkjamenn verið ásakaðir fyrir tilstilli löggjafarinnar. Það mál sem hefur farið hæst er líklega mál rithöfundarins E. Jean Carroll á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ólíkt mörgum hinna málanna þá fó Carroll í mál í fyrra, en ekki í lok tímarammans líkt og margir aðrir brotaþolar virðast gera. Árið 2019 hélt Carroll því fyrst fram, í sjálfsævisögu sinni, að Trump hefði nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar. Það var síðan í maí á þessu ári sem kviðdómur í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði áreitt Carroll kynferðislega. Dómurinn vildi ekki meina að um nauðgun hafi verið að ræða. Forsetanum fyrrverandi var gert að greiða henni fimm milljónir dollara í bætur, eða tæplega 700 milljónir króna. Í kjölfarið fór Trump í meiðyrðamál gegn Carroll vegna þess að hún hafði opinberlega sakað hann um nauðgun en ekki kynferðislega áreitni. Því máli var vísað frá alríkisdómstól, þar sem að ásakanir Carroll þóttu efnislega sannar þó brotið hefðu ekki verið heimfærð sem nauðgun. Borgarstjórinn ásakaður Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, er á meðal þeirra sem hefur verið ásakaður. Meint kynferðisbrot hans átti sér stað í New York árið 1993 þegar hann starfaði sem lögregluþjónn í borginni. Borgarstjórinn neitar sök, en lýsingar á meintu broti hafa ekki komið fram opinberlega. „Borgarstjórinn veit ekki hver þessi einstaklingur er. Ef þau hafa nokkurn tíma hist þá man hann ekki eftir því. En hann myndi aldrei gera neitt til að valda annarri manneskju skaða og afneitar öllum ásökunum um slíkt,“ er haft eftir skrifstofu borgarstjórans. Borgarstjórinn Eric Adams neitar því að hafa framið kynferðisbrot.EPA Foxx neitar sök líkt og áður Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið sakaður um að áreita konu kynferðislega á bar í New York árið 2015. Því er haldið fram að óskarsverðlaunahafinn hafi í ljósi stöðu sinnar sem frægur Hollywood-leikari viðhaft um konuna óviðeigandi ummæli, tekið hana afsíðis og síðan káfað á henni. Foxx neitar því að hafa framið brotið. „Umrætt atvik átti sér aldrei stað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Foxx. Þar er því haldið fram að árið 2020 hafi kæra komið á borð yfirvalda í Brooklyn-hverfi New York-borgar frá sömu konu. Það mál hafi verið fellt niður. „Þessar fullyrðingar eru ekkert sannari nú en þær voru þá. Við erum sannfærð um að málin verði aftur vísað frá, og þegar það hefur verið gert mun Foxx fara í meiðyrðamál gegn umræddum einstaklingi og lögmönnum hennar fyrir að bera þetta mál aftur á borð.“ Ógeðfelldar lýsingar í máli Rose Fyrrverandi fyrirsæta hefur sakað Axl Rose, söngvara rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses, um nauðgun árið 1989. Meint brot eiga að hafa átt sér stað á hótelherbergi í New York. Því er meðal annars haldið fram að Rose hafi hvatt konuna til að stunda hópkynlíf, sem hún hafi ekki haft áhuga á. Hún hafi flúið herbergið, en hann brjálast og dregið hana aftur inn í herbergið og nauðgað. Talsmaður Rose hefur haldið því fram að meint brot hafi aldrei átt sér stað. Þau séu uppspuni frá rótum. Axl Rose er sakaður um að nauðga konu á hótelherbergi árið 1989.EPA Játar sök í tveimur málum Í vikunni var greint frá því að tvær konur hefðu sakað óskarverðlaunaleikarann Cuba Gooding Jr. um kynferðisbrot. Málin eru aðskilin, en bæði brotanna eiga að hafa átt sér stað í vínveitingastöðum í New York-borg, annars vegar árið 2018 og hins vegar 2019. Gooding er sagður hafa játað sök í báðum málunum. Cuba Gooding jr. í réttarsal vegna fyrra kynferðisbrotamáls, en hann gerði dómssátt rétt áður en málið hófst.EPA Það er ekki í fyrsta skipti sem Gooding er sakaður um kynferðisbrot, en í júní á þessu ári gerði hann dómsátt við konu sem hélt því fram að hann hefði nauðgað henni fyrir áratug síðan. Sáttin var gerð örskömmu áður en réttarhöld í málinu áttu að hefjast. Sætti mál og var strax sakaður um annað Fyrrverandi kærastra rapparans Sean „Diddy“ Combs fór í mál við hann í síðustu viku og sakaði um nauðgun sem á að hafa átt sér stað árið 2018. Daginn eftir málshöfðunina gerðu þau sátt um málið. Í morgun var síðan greint frá því að önnur kona sakaði rapparann, sem er einnig þekktur sem P Diddy og Puff Daddy, um kynferðislega áreitni árið 1991. Sean Combs er einnig þekktur sem P Diddy og Puff Daddy.EPA Talsmaður „Diddy“ segir ásökunina vera ósannan uppspuna. „Þetta er hreinlega tilraun til að græða pening og ekkert annað en það.“ Lögmaður konunnar er á öðru máli. „Umbjóðanda okkar hefur ekki tekist að komast undan þeim skaða sem Combs olli honum fyrir mörgum árum,“ segir í yfirlýsingu frá lögmannateymi hennar. „Þökk sé löggjöf New York-ríkis getur hún nú loksins sóst eftir réttlæti.“ Kynferðisofbeldi Bandaríkin Hollywood Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Um er að ræða einkamál sem eru höfðuð í New York-ríki, sem eru talsvert fleiri en tvö ofangreind mál og varða ekki bara nafntogaða menn. Málsóknirnar eru mögulegar fyrir tilstilli löggjafar í ríkinu. AP-fréttastofan greindi frá því fyrr í vikunni að rúmlega 2500 málshöfðanir hefðu verið lagðar fram vegna löggjafarinnar sem gefur brotaþolum færi á höfða mál vegna kynferðisbrota óháð því hvenær þau áttu sér stað, jafnvel þó meint brot séu fyrnd. Þar af leiðandi áttu mörg meintra brota sér stað fyrir nokkrum áratugum. Löggjöfin hafði þó sinn tíma, en hún rann út á miðnætti vestanhafs í gærkvöldi. Um var að ræða árslangan glugga þar sem hægt var að fara í mál vegna umræddra brota. Í ljósi þess að tíminn var að renna út voru málshöfðanir enn meira áberandi á síðustu vikum og dögum. Mál forsetans á meðal brotanna Líkt og áður segir hafa margir frægir Bandaríkjamenn verið ásakaðir fyrir tilstilli löggjafarinnar. Það mál sem hefur farið hæst er líklega mál rithöfundarins E. Jean Carroll á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ólíkt mörgum hinna málanna þá fó Carroll í mál í fyrra, en ekki í lok tímarammans líkt og margir aðrir brotaþolar virðast gera. Árið 2019 hélt Carroll því fyrst fram, í sjálfsævisögu sinni, að Trump hefði nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar. Það var síðan í maí á þessu ári sem kviðdómur í New York-ríki komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði áreitt Carroll kynferðislega. Dómurinn vildi ekki meina að um nauðgun hafi verið að ræða. Forsetanum fyrrverandi var gert að greiða henni fimm milljónir dollara í bætur, eða tæplega 700 milljónir króna. Í kjölfarið fór Trump í meiðyrðamál gegn Carroll vegna þess að hún hafði opinberlega sakað hann um nauðgun en ekki kynferðislega áreitni. Því máli var vísað frá alríkisdómstól, þar sem að ásakanir Carroll þóttu efnislega sannar þó brotið hefðu ekki verið heimfærð sem nauðgun. Borgarstjórinn ásakaður Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, er á meðal þeirra sem hefur verið ásakaður. Meint kynferðisbrot hans átti sér stað í New York árið 1993 þegar hann starfaði sem lögregluþjónn í borginni. Borgarstjórinn neitar sök, en lýsingar á meintu broti hafa ekki komið fram opinberlega. „Borgarstjórinn veit ekki hver þessi einstaklingur er. Ef þau hafa nokkurn tíma hist þá man hann ekki eftir því. En hann myndi aldrei gera neitt til að valda annarri manneskju skaða og afneitar öllum ásökunum um slíkt,“ er haft eftir skrifstofu borgarstjórans. Borgarstjórinn Eric Adams neitar því að hafa framið kynferðisbrot.EPA Foxx neitar sök líkt og áður Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið sakaður um að áreita konu kynferðislega á bar í New York árið 2015. Því er haldið fram að óskarsverðlaunahafinn hafi í ljósi stöðu sinnar sem frægur Hollywood-leikari viðhaft um konuna óviðeigandi ummæli, tekið hana afsíðis og síðan káfað á henni. Foxx neitar því að hafa framið brotið. „Umrætt atvik átti sér aldrei stað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni Foxx. Þar er því haldið fram að árið 2020 hafi kæra komið á borð yfirvalda í Brooklyn-hverfi New York-borgar frá sömu konu. Það mál hafi verið fellt niður. „Þessar fullyrðingar eru ekkert sannari nú en þær voru þá. Við erum sannfærð um að málin verði aftur vísað frá, og þegar það hefur verið gert mun Foxx fara í meiðyrðamál gegn umræddum einstaklingi og lögmönnum hennar fyrir að bera þetta mál aftur á borð.“ Ógeðfelldar lýsingar í máli Rose Fyrrverandi fyrirsæta hefur sakað Axl Rose, söngvara rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses, um nauðgun árið 1989. Meint brot eiga að hafa átt sér stað á hótelherbergi í New York. Því er meðal annars haldið fram að Rose hafi hvatt konuna til að stunda hópkynlíf, sem hún hafi ekki haft áhuga á. Hún hafi flúið herbergið, en hann brjálast og dregið hana aftur inn í herbergið og nauðgað. Talsmaður Rose hefur haldið því fram að meint brot hafi aldrei átt sér stað. Þau séu uppspuni frá rótum. Axl Rose er sakaður um að nauðga konu á hótelherbergi árið 1989.EPA Játar sök í tveimur málum Í vikunni var greint frá því að tvær konur hefðu sakað óskarverðlaunaleikarann Cuba Gooding Jr. um kynferðisbrot. Málin eru aðskilin, en bæði brotanna eiga að hafa átt sér stað í vínveitingastöðum í New York-borg, annars vegar árið 2018 og hins vegar 2019. Gooding er sagður hafa játað sök í báðum málunum. Cuba Gooding jr. í réttarsal vegna fyrra kynferðisbrotamáls, en hann gerði dómssátt rétt áður en málið hófst.EPA Það er ekki í fyrsta skipti sem Gooding er sakaður um kynferðisbrot, en í júní á þessu ári gerði hann dómsátt við konu sem hélt því fram að hann hefði nauðgað henni fyrir áratug síðan. Sáttin var gerð örskömmu áður en réttarhöld í málinu áttu að hefjast. Sætti mál og var strax sakaður um annað Fyrrverandi kærastra rapparans Sean „Diddy“ Combs fór í mál við hann í síðustu viku og sakaði um nauðgun sem á að hafa átt sér stað árið 2018. Daginn eftir málshöfðunina gerðu þau sátt um málið. Í morgun var síðan greint frá því að önnur kona sakaði rapparann, sem er einnig þekktur sem P Diddy og Puff Daddy, um kynferðislega áreitni árið 1991. Sean Combs er einnig þekktur sem P Diddy og Puff Daddy.EPA Talsmaður „Diddy“ segir ásökunina vera ósannan uppspuna. „Þetta er hreinlega tilraun til að græða pening og ekkert annað en það.“ Lögmaður konunnar er á öðru máli. „Umbjóðanda okkar hefur ekki tekist að komast undan þeim skaða sem Combs olli honum fyrir mörgum árum,“ segir í yfirlýsingu frá lögmannateymi hennar. „Þökk sé löggjöf New York-ríkis getur hún nú loksins sóst eftir réttlæti.“
Kynferðisofbeldi Bandaríkin Hollywood Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira