Aukin skilvirkni í samrunamálum Sævar Þór Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 16:01 Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Auglýsinga- og markaðsmál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Gagnrýnisraddir um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu hafa títt komið fram og þá einkum varðandi málshraða. Eftirlit með samrunum byggir að mestu leyti á skyldu fyrirtækja til þess að tilkynna Samkeppniseftirlitinu um samruna yfir tilteknum viðmiðunarmörkum. Meðferð þessara mála er bundinn ströngum tímamörkum í lögum og skipt upp í tvo númeraða fasa. Fasi I er 25 virkir daga sem er ca. 5 vikur en fasi II er 90 virkri daga eða ca. 18 vikur. Samanlagt er því lögbundinn frestur Samkeppniseftirlitsins til þess að leysa úr samrunatilkynningu tæpir 6 mánuðir. Vissulega er háflt ár langur tími rekstarlega séð og margt sem getur gerst hjá aðilum sem hafa bundist samning um samruna og bíða eftir að fá að framkvæma hann. Við meðferð þessara mála þarf að hafa í huga jafnvægi milli þeirra hagsmuna að rannsókn mála sé vönduð annars vegar og hins vegar að fyrirtæki geti stundað frjáls viðskipti, þ.m.t sameinast og kaupa önnur félag, og að þau viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig enda eru oftar en ekki mikli hagsmunir og fjármunir í húfi sem þoli litla bið. Hingað til hefur áherslan verið á það að rannsaka þessi mál og afgreiða á sem skemmstum tíma þannig að samrunaeftirlit skili tilætluðum árangri. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að afgreiða hratt þá samruna sem gefa litið tilefni til íhlutunar. Í því felst einmitt tilgangurinn með skiptingu málsmeðferðarinnar í tvo fasa. Tilgangur fyrri fasans er að vinsa úr þau mál sem ekki þarf að rannsaka og eyða tíma í. Af þeim sökum á samruni ekki að fara upp á fasa II nema raunverulega líkur séu á íhlutun. Í þessu samhengi má vitna í skýrslu Ríkisendurskoðanda frá ágúst í fyrra um framkvæmd samrunamála. Þar kom fram að á árunum 2018 til 2020 hafi 50 samrunamál farið upp á fasa II en af þeim hafi 23 lokið án nokkurrar íhlutunar. Í þessum málaflokki ætti höfuðáherslan að vera að afgreiða sem flest mál á fasa I og ekkert mál ætti að fara upp á fasa II nema rökstuddar líkur séu á íhlutun. Í fyrrgreindri skýrslu Ríkisendurskoðanda kom einnig fram það sjónarmið Samkeppniseftirlitsins að vanda þyrfi samrunatilkynningar m.a. í þessu skyni að flýta fyrir mati á áhrifum samruna. Í þessu samhengi má vekja máls á því að oft hefur verið bent á ógagnsæi hvað varðar nálgun samkeppnisyfirvalda til t.d. markaðsskilgreininga og mats á stöðu aðila. Markaðsskilgreiningar er gunnurinn að mat á stöðu fyrirtækja og órjúfanlegur þáttur í öllum samrunamálum og flestu öðrum málum sem lúta rannsókna Samkeppniseftirlitsins. Ein leið til þess að geta auðveldað samrunaferlið og þá einkum þá vinnu að afgreiða tilkynningar á fasa I væri að auka markaðsrannsóknir Samkeppniseftirlitins. Með því gæti Samkeppniseftirlitið byggt upp gagnabanka um markaði hér á landi, skilgreiningar þeirra, hverjir séu keppinautar og mögulega stöðu þeirra. Þessar markaðsrannsóknir gætu verði aðgengilegar og nýst fyrirtækjum t.d. til þess að meta hugsanlega samruna og áhrif þeirra og hvort þeir séu yfir höfðu mögulegir en einnig nýst við að útbúa samrunaskrár til Samkeppnisetirlitsins. Þannig gætu auknar markaðsrannsóknir stuðlað að auknum gæðum samrunatilkynninga enda hafa samrunaaðilar oft takmarkað aðgengi að upplýsingum til þess að meta markaði, t.d. varðandi hlutdeild og stöðu keppinauta sem getur haft áhrif á mat á hlutdeild og stöðu þeirra sjálfra. Aukið gagnsæi og gæði að þessu leyti myndi skila sér í aukinni skilvirkni í málsmeðferðinni og myndi leiða til þess að hægt væri að ljúka fleiri samrunamálum á fasa I. Þessi vinna ætti líka að auðvelda Samkeppniseftirlitinu störf sín í öðrum málum enda eru markaðsskilgreiningar mikilvægur liður í rannsóknum flestra mála. Með því að byggja upp gagnarunn um markaðsskilgreiningar og markaði væri Samkeppniseftirlitið að auðvelda og flýta málsmeðferð, auka gæði og gagnsæi sem kæmi öllum vel. Þetta ætti því að vera forgangsmál hjá stjórnendum Samkeppniseftirlitsins. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun