Fer með farm af fótboltabúnaði heim um jólin: „Þetta skiptir þau öllu máli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2023 08:00 Samira Suleman hefur stundað það að taka fótboltabúnað heim til Gana í mörg ár og hefur farmurinn stækkað ár frá ári. Vísir/Sigurjón Hin ganverska Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, safnar nú íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin. Að hennar sögn breytir þetta öllu fyrir ungt fólk í heimabænum hennar. Samira kom fyrst hingað til lands árið 2015 og hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Aftureldingu/Fram og Sindra auk ÍA hér á landi. Hún var hluti af liði ÍA sem fór upp úr 2 deild kvenna í sumar og þjálfar yngri flokka hjá liðinu samhliða því. Hver jól fer hún heim til Gana og hefur á hverju ári tekið eins mikið og hún getur með sér heim af fótboltabúnaði. „Fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að fara til Íslands, líklega fyrir sjö árum, fór ég heim eftir leiktímabilið og gaf fólki heima það sem ég hafði fengið hér. Seinna fór ég að biðja liðsfélagana um aðstoð. Nú í ár kom ég skilaboðum á framfæri hjá fólki hér hvort áhugi væri á að styrkja þetta málefni. Þetta hefur staðið yfir í nokkur ár.“ segir Samira. Fólk að fá fótboltaskó í fyrsta sinn En af hverju er Samira að þessu? „Fólk hefur ekki efni á að kaupa slíkar vörur. Knattspyrnuvörur eru mjög dýrar um allan heim. Þetta skiptir því miklu máli. Ég átti sjálf ekki fótboltaskó þegar ég var að alast upp. Ég veit að það er fólk þarna úti sem hefur aldrei getað klæðst fótboltaskóm. Þetta er mjög hæfileikaríkt fólk og þetta skiptir það öllu máli.“ „Ég er afskaplega þakklát svo ekki sé meira sagt.“ segir Samira. Þakkar hjálpsemi Íslendinga og Skagafólks Hún er einmitt afar þakklát fyrir undirtektirnar frá Íslendingum og þakkar samfélaginu á Skaganum sérstaklega fyrir. „Þetta fer mjög langt með að hjálpa fólkinu heima. Ég er því mjög þakklát. Áhuginn eykst í sífellu og ég kann að meta alla þá sem hafa viljað hjálpa liðsfélögum mínum. Íslendingar víða um land, ekki síst frá Akranesi, hafa verið afskaplega hjálplegir í þessu sambandi.“ segir Samira. Jólasveinninn í Gana Hvað þýðingu hefur þetta fyrir alla þessa krakka í Gana að fá allan þennan búnað? „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Samira er eiginlegur jólasveinn heima fyrir.Vísir/Sigurjón „Þau verða svo glöð þegar ég kem heim og gef þeim þennan búnað. Þetta skiptir þessa ungu krakka heima afar miklu máli.“ Þú ert þá eins og jólasveinninn ár hvert? „Já, næstum því. segir Samira og hlær.“ Samira heldur út til Gana 1. desember næst komandi en tekur öllum fótboltabúnaði fagnandi. Viljiru styðja við söfnun hennar er hægt að hafa samband á [email protected]. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Akranes Gana Hjálparstarf Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31 Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01 Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Samira kom fyrst hingað til lands árið 2015 og hefur leikið með Víkingi Ólafsvík, Aftureldingu/Fram og Sindra auk ÍA hér á landi. Hún var hluti af liði ÍA sem fór upp úr 2 deild kvenna í sumar og þjálfar yngri flokka hjá liðinu samhliða því. Hver jól fer hún heim til Gana og hefur á hverju ári tekið eins mikið og hún getur með sér heim af fótboltabúnaði. „Fyrir nokkrum árum þegar ég ákvað að fara til Íslands, líklega fyrir sjö árum, fór ég heim eftir leiktímabilið og gaf fólki heima það sem ég hafði fengið hér. Seinna fór ég að biðja liðsfélagana um aðstoð. Nú í ár kom ég skilaboðum á framfæri hjá fólki hér hvort áhugi væri á að styrkja þetta málefni. Þetta hefur staðið yfir í nokkur ár.“ segir Samira. Fólk að fá fótboltaskó í fyrsta sinn En af hverju er Samira að þessu? „Fólk hefur ekki efni á að kaupa slíkar vörur. Knattspyrnuvörur eru mjög dýrar um allan heim. Þetta skiptir því miklu máli. Ég átti sjálf ekki fótboltaskó þegar ég var að alast upp. Ég veit að það er fólk þarna úti sem hefur aldrei getað klæðst fótboltaskóm. Þetta er mjög hæfileikaríkt fólk og þetta skiptir það öllu máli.“ „Ég er afskaplega þakklát svo ekki sé meira sagt.“ segir Samira. Þakkar hjálpsemi Íslendinga og Skagafólks Hún er einmitt afar þakklát fyrir undirtektirnar frá Íslendingum og þakkar samfélaginu á Skaganum sérstaklega fyrir. „Þetta fer mjög langt með að hjálpa fólkinu heima. Ég er því mjög þakklát. Áhuginn eykst í sífellu og ég kann að meta alla þá sem hafa viljað hjálpa liðsfélögum mínum. Íslendingar víða um land, ekki síst frá Akranesi, hafa verið afskaplega hjálplegir í þessu sambandi.“ segir Samira. Jólasveinninn í Gana Hvað þýðingu hefur þetta fyrir alla þessa krakka í Gana að fá allan þennan búnað? „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Samira er eiginlegur jólasveinn heima fyrir.Vísir/Sigurjón „Þau verða svo glöð þegar ég kem heim og gef þeim þennan búnað. Þetta skiptir þessa ungu krakka heima afar miklu máli.“ Þú ert þá eins og jólasveinninn ár hvert? „Já, næstum því. segir Samira og hlær.“ Samira heldur út til Gana 1. desember næst komandi en tekur öllum fótboltabúnaði fagnandi. Viljiru styðja við söfnun hennar er hægt að hafa samband á [email protected]. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Akranes Gana Hjálparstarf Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31 Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01 Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20. nóvember 2022 22:31
Hjólhestaspyrnumarkið draumur sem rættist Samira Suleman, sem er eina konan frá Gana sem er með UEFA B þjálfararéttindi, segir að það styttist í annan endann á leikmannaferlinum. Hún skoraði eitt af flottustu mörkum síðasta sumars. 18. nóvember 2022 10:01
Bæði aðgerðin og söfnunin fyrir Samiru gengu mjög vel Samira Suleman, fyrirliði kvennaliðs Víkings Ólafsvíkur, gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu á Akranesi í gær þar sem fjarlægt var æxli sem fannst í maga hennar í síðasta mánuði. 9. júní 2017 09:15