Þekktasta rödd pílukastsins leggur míkrafóninn á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2023 23:30 Það kannast líklega allir sem hafa fylgst með pílukasti við rödd Russ Bray. Pieter Verbeek/BSR Agency/Getty Images Russ Bray, dómari og líklega þekktasta rödd pílukastsögunnar, ætlar sér að leggja míkrafóninn á hilluna eftir heimsmeistaramótið í pílukasti sem hefst í næsta mánuði. Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu. Pílukast Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Bray, sem er líklega betur þekktur sem „The Voice“ eða „Röddin“ á íslensku, hefur verið dómari á 27 heimsmeistaramótum í pílukasti. Mótið í ár verður því númer 28 og jafnframt hans síðasta. Flestir sem hafa fylgst með pílukasti undanfarin ár þekkja einmitt rödd Bray, en hann lætur iðulega vel í sér heyra þegar keppendur kasta þremur pílum í þrefaldan tuttugu og næla sér í 180 stig. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vcs4PO2wIZM">watch on YouTube</a> Bray hefur spilað lykilhlutverk í pílukastheiminum síðastliðna fjóra áratugi, en ætlar sér nú að snúa sér að öðru en dómgæslu í íþróttinni. Hann mun taka að sér sendiherrastöðu innan PDC (The Professional Darts Corporation) á næsta ári. Hans seinasti leikur sem dómari í pílukasti verður úrslitaleikur heimsmeistaramótsins þann 3. janúar á næsta ári. Bray hóf störf sem dómari hjá PDC árið 1996, en þessi 66 ára gamli dómari hefur verið á sviðinu þegar mörg eftirminnilegustu augnablik pílukastsins hafa átt sér stað. Sautján sinnum hefur hann verið að dæma þegar keppandi klárar legg í níu pílum, þar á meðal var hann dómari þegar Phil Taylor kláraði í níu pílum árið 2002, en það var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist í beinni sjónvarpsútsendingu.
Pílukast Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira