Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:31 Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jól Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun