Kristín Soffía til RARIK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 11:47 Kristín Soffía Jónsdóttir. RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins Vistaskipti Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Kristín Soffía komi frá Leitar Capital Partners en sitji jafnframt í stjórn Orkusölunnar ehf., dótturfyrirtækis RARIK. Þar áður var hún framkvæmdastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Kristín Soffía hefur ennfremur starfað sem borgarfulltrúi um margra ára skeið. Þá stofnaði Kristín félagið Sea Fuel ehf. sem undirbjó framleiðslu á ammoníaki. Fram kemur að Kristín Soffía hafi víðtæka og fjölbreytta reynslu af störfum úr nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem henti vel fyrir komandi verkefni hennar í Þróun og framtíð þar sem áhersla verði lögð á þau miklu tækifæri sem felast í breytingum sem eru að raungerast á sviði orkumála og í verkefnum dreifiveitna. „Við erum kampakát að fá Kristínu til liðs við okkur í nýju skipulagi RARIK. Reynsla hennar er mjög hentug þeim verkefnum sem hún mun takast á hendur og ekki síður er drifkraftur hennar mikilvægur þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum í tengslum við þriðju orkuskiptin á landsbyggðinni. Bakgrunnur Kristínar er umhverfisverkfræði sem er okkur mikilvæg fagþekking og tengir vel við verkefni um loftslagsvá og orkuskipti. Við hlökkum til að fá hana til starfa í framkvæmdastjórn RARIK,“ segir Magnús Þór Ásmundsson forstjóri RARIK. Þriðju orkuskiptin í forgrunni Þá segir í tilkynningu RARIK að í forgrunni verkefna Kristínar Soffíu verði þriðju orkuskiptin, en það sé hlutverk RARIK að gera þau möguleg á landsbyggðinni. Í starfinu felist meðal annars einnig rýni og greining á framtíðarhögun dreifiveitu með nýjum orkukostum og smávirkjunum þar sem viðskiptavinir verði í ríkari mæli bæð viðtakendur og framleiðendur raforku. „Hjartað mitt slær alltaf í umhverfismálum og ég er mjög spennt að vera komin í orkumálin og tel að það felist gríðarleg tækifæri í orkuskiptum á landsbyggðinni. Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hafa átt hug minn allan seinustu ár og núna fæ ég tækifæri til að sameina ástríðu mína fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er þetta því sannkallað draumastarf. Ég mun leggja hart að mér til að leiða þessi verkefni til lykta með góðum stuðningi reyndra og faglegra starfsfélaga hjá RARIK,“ segir Kristín Soffía. Tryggvi Ásgrímsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Tryggvi á að baki tæplega 36 ára starfsferil hjá RARIK, nú síðast sem framkvæmdastjóri Tæknisviðs og svo framkvæmdastjóri Þróunar og framtíðar. Tryggvi mun áfram starfa á sviðinu sem sérfræðingur og vera Kristínu innan handar í nýju hlutverki. RARIK hefur á undanförnum vikum ráðið fjölbreyttan hóp nýs starfsfólks í tíu hlutverk, til samræmis við nýtt skipurit félagsins. Sjö þeirra mun starfa á starfstöðvum RARIK á landsbyggðinni og þrjú á starfsstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ráðningunum var lögð áhersla á að veita tækifæri á landsbyggðinni en yfir 70% alls starfsfólks RARIK starfar á starfsstöðvum fyrirtækisins utan höfuðborgarsvæðisins
Vistaskipti Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira