Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 14:01 Daníel Andri Halldórsson er að gera flotta hluti með Þórsliðið. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira