Segir Þjóðverja standa frammi fyrir nýjum raunveruleika Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 14:10 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir ætlanir ríkisstjórnar hans varðandi fjárfestingu í þýskum iðnaði í uppnámi. AP/Markus Schreiber Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist ætla að leysa fjárlagakrísu ríkisins eins fljótt og auðið er. Hann segir að þýska ríkið standi frammi fyrir nýjum raunveruleika eftir áhrifamikinn úrskurð hæstaréttar Þýskalands sem leiddi til stærðarinnar holu í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórninni væri ekki heimilt að nota ónýtt lán sem ætluð voru sérstökum verkefnum í kjölfar faraldurs Covid-19 í svokölluð græn verkefni og nútímavæðingu. Það væri ekki í samræmi við ákvæði stjórnarskrár Þýskalands um lánsheimildir ríkisins, samkvæmt frétt DW. Um er að ræða um sextíu milljarða evra (Rúmar níu billjónir króna) á næstu tveimur árum sem til stóð að verja í náttúruvæn orkuverkefni og í að niðurgreiða hátt orkuverð í Þýskalandi. Scholz og ráðherrar hans þurfa nú að taka upp niðurskurðarhnífinn en kanslarinn hét því að standa við skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og að verja velferðarkerfi Þýskalands. DW hefur eftir Friedrich Merz, leiðtoga Kristinna Demókrata, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Þýskalandi, að lögsóknin sem hann og aðrir í flokknum höfðuðu á sínum tíma hefði verið réttmæt. Nú væri sannað að ríkisstjórnin hefði reynt að komast hjá ákvæði stjórnarskrár landsins. Vandræðin byrja á næsta ári Umræddu ákvæði var bætt við stjórnarskrá Þýskalands árið 2009 í kjölfar fjármálahrunsins. Það felur í sér að ríkinu er ekki heimilt að taka meiri lán en sem samsvarar 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Vegna nauðsynjar var ákvæðið lagt til hliðar frá 2020 til 2022, sem má gera á tímum neyðar, en það var aftur í gildi á þessu ári. Ríkisstjórnin mun lýsa yfir neyðarástandi svo fjárlögin fyrir þetta ár breytist ekki, og er vísað til skert aðgengi að jarðgasi. Vandræðin hefjast á næsta ári, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Hagfræðingar óttast að umfangsmikill niðurskurður muni koma niður á hagkerfi Þýskalands, sem þykir þegar rúlla hægt, ef svo má að orði komast. Þjóðverjar hafa til að mynda ekki lengur aðgang að ódýru jarðgasi frá Rússlandi, sem notað var til að keyra þýskar verksmiðjur fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar hafa um árabil haft aðgang að ódýru eldsneyti og öflugum útflutningi á bílum og iðnarðartólum og tækjum, að mestu til Kína. Ráðamenn hafa þó dregið fæturna í að halda við innviðum og öðru. Því er talinn töluverður skortur á nútímavæðingu í Þýskalandi. Líkön Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á hagkerfi Þýskalands á þessu ári, sem yrði versta frammistaða stærstu hagkerfa heimsins. Sérfræðingar bjuggust við hagvexti á næsta ári en nú ríkir óvissa um það. Þýskaland er þó lang minnst skuldsetta ríkið í G7, með skuldir sem samsvarar einungis 66 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið er 102 prósent í Bretlandi, 121 prósent í Bandaríkjunum, 144 prósent á Ítalíu og 260 prósent í Japan.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira