Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:34 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Flutningi fjölskyldu Hussein Hussein hefur verið frestað til 2. desember. Það staðfestir lögfræðingur þeirra, Albert Björn Lúðvígsson, í samtali við fréttastofu. Fjölskyldunni hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara til Grikklands í dag. Um er að ræða sjálfviljuga brottför en þau samþykktu hana til að koma í veg fyrir endurkomubann til landsins síðar. Mannréttindadómstóll Evrópu framlengdi nýverið bann við því að senda Hussein til Grikklands á meðan mál hans bíður meðferðar dómstólsins. Ekki var framlengt bann við því að fjölskyldan færi til Grikklands. Fjallað var um það í fréttum í gær að fjölskyldan óttist það mjög hvað taki við fyrir Hussein þegar þau fara af landi brott. Hann sé háður fjölskyldu sinni að öllu leyti og þá sérstaklega móður sinni. Þá hafa þau áhyggjur af því að honum hafi ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför þeirra. Lögfræðingur fjölskyldunnar sagði ekki hafa farið fram fullnægjandi þörf á stuðningsþörf hans. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa gagnrýnt framkvæmdina. Héraðsdómur felldi úr gildi í desember í fyrra úrskurð kærunefndar útlendingamála um bann við endurupptöku máls fjölskyldunnar. Ríkið áfrýjaði málinu og það bíður meðferðar hjá Landsrétti. Nýverið komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess að fresta brottflutningi. Því fara þau öll nema Hussein til Grikklands þrátt fyrir að enn eigi eftir að ljúka málsmeðferð þeirra hér á landi.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18