Á fráveituvatnið heima í sjónum? Ottó Elíasson skrifar 30. nóvember 2023 12:00 Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu. Samkvæmt stöðuskýrslu fráveitumála frá Umhverfisstofnun frá 2020 [1], er einungis eitt þéttbýli af 28 sem uppfyllir þær kröfur sem til þeirra eru gerðar um hreinsun fráveiturvatns. Þetta er ekki nýtilkominn vandi, því lagabókstafurinn sem þetta byggir á var innleiddur fyrir næstum því aldarfjórðungi. En hvað er til ráða? Nú er útlit fyrir að kröfur til fráveitu verði hertar á grundvelli nýrra Evrópureglna sem teknar hafa verið til meðferðar hjá Evrópuþinginu, og við munum innleiða á grundvelli þátttöku okkar í gegnum EES samstarfið, sjá t.d. [2]. Líkt og kom fram í máli Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun verður örðugt að fá undanþágur, og gerðar verða kröfur um meiri hreinsun í smærri þéttbýlum. Uppbygging slíkra mannvirkja kostar vissulega umtalsverðar fjárhæðir og þessvegna er auðvitað freistandi að skola þessu öllu saman bara útí sjó af því að við eigum hvort sem er svo mikið af vatni. Sveitarfélögum landsins er sannarlega skylt að starfrækja fráveitu fyrir skipulögð þéttbýli, en þeim er sumpart í sjálfsvald sett hvernig þjónustan er útfærð í heimabyggð. Víðast hvar er einhver hreinsun gerð á fráveituvatni og er hún þá iðulega gerð við enda lagnarinnar, þ.e. við útrásina. Sú hreinsun er oft mjög erfið vegna þess hversu mikið magn af vatni blandast við gumsið í skólpinu áður en það rennur út í sjó (eða annan viðtaka). Þetta mikla vatnsmagn helgast bæði af hönnun fráveitukerfannna því víða (sérstaklega í eldri bæjarhlutum) er bæði regnvatni af götum bæjarins og heitu frárennslisvatni úr húshitun og sundlaugum beint í sama farveg. Ef við ætlum að ná góðum árangri í skólphreinsun með sem minnstum tilkostnaði er best að hreinsa fráveituvatnið þar sem það verður til, áður en það blandast saman við annað vatn. Í því felast einmitt einföld og áhrifarík tækifæri til úrbóta. Mjög víða gætu sveitarfélög létt verulega á magni lífrænna efna í fráveitunni hjá sér (og sum hver örugglega komið sér undir þau viðmiðunarmörk sem reglur kveða á um í dag), ef þau legðu harðar að þeim sem losa mikið í fráveituna, en það eru t.d. stór fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Hjá þeim sem menga mikið ætti einfaldlega að koma upp forhreinsunarbúnaði fyrir vatnið og hreinsa það áður en það fer í lagnakerfið. Þetta fyrirkomulag er alþekkt í löndunum í kringum okkur. Auðvitað leysir þetta ekki allan vanda, en kemur okkur örugglega áleiðis. Fólk og fyrirtæki sem koma með mikið magn af úrgangi á losunarstaði til förgunar t.d. hjá Sorpu, þurfa að borga fyrir þennan úrgang. Af hverju gildir ekki það sama um fráveituna? Það er óumflýjanlegt að ráðast þurfi í fjárfestingar í fráveitumannvirkjum á næstu árum, nema við ætlum okkur að halda áfram að hafa lög og reglur í þessum málaflokki til skrauts, en ekki fara eftir þeim. Til að létta okkur þetta verkefni, ættum við að hætta að líta á það sem eðlilegt ferli næringarefna að við neytum fæðu sem ræktuð er af landinu, meltum hana, en losum svo kúkinn og pissið í sjóinn. Við ættum að sjálfsögðu að koma hringrásinni aftur í lag, taka fráveituna aftur uppá land, og nýta til uppgræðslu líkt og Landgræðslan hefur gert með góðum árangri, eða gerja gumsið og safna úr því metangasi. Í fráveituvatninu eru nefnilega verðmæti sem nýta má á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Eimi, samstarfsverkefnis um bætta auðlindanýtingu á Norðurlandi eystra. Heimildir [1] Stöðuskýrsla fráveitumála 2020, Umhverfisstofnun. Tengill: https://ust.is/library/sida/haf-og-vatn/Stoduskyrsla_fraveitumala_2020 [2] Samantekt um framvindu nýs lagaramma um fráveitumál, 2023, Evrópuþingið. Tengill: https://www.europarl.europa.eu/RegData/etudes/BRIE/2023/739370/EPRS_BRI(2023)739370_EN.pdf
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun