Hann var hvað þekktastur fyrir aðkomu sína að jólalaginu Fairytale of New York. Önnur vinsæl lög The Pogues eru til að mynda Dirty Old Town, The Irish Rover, A Pair Of Brown Eyes og A Rainy Night In Soho.
Shane, sem var írskur, fæddist í Kent-sýslu á Englandi á jóladegi árið 1957. Greint er frá andlátinu í breskum fjölmiðlum, en þar kemur fram að hann hafi glímt við ýmis heilsufarsleg vandamál á síðustu árum.

„Shane verður alltaf ljós lífs míns, mælikvarði drauma minna og mín eina sanna ást,“ er haft eftir Victoria Mary Clarke, eiginkonu MacGowan.
Þau giftust í Kaupmannahöfn árið 2018. Brúðkaupið vakti nokkurra athygli þar sem Johnny Depp, vinur Shane, spilaði á gítar í athöfninni.
Ungur að aldri aðhylltist MacGowan pönkið og var frægur fyrir áfengis- og fíkniefnaneyslu sína. Í umfjöllun um hann er bent á að tennur hans hafi komið illa úr neyslunni.
Sagnalistin lá vel fyrir honum, en þegar hann var þrettán ára gamall hlaut hann bókmenntaverðlaun Daily Mirror vegna skrifa sinna og skólastyrk í Westminister-skólanum.