Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Aron Guðmundsson skrifar 1. desember 2023 08:01 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið. Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið.
Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu.
Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira