Í færslu á Facebook-síðu Brettafélags Hafnarfjarðar segja þau að þetta sé bylting í aðstöðu fyrir félagið og aðra bæjarbúa sem stunda þessar tegundir íþrótta.
„ Félagið vill þakka starfsmönnum og kjörnum fulltrúum Hafnarfjarðar fyrir stuðning síðustu ár og áframhaldandi stuðning til fjölda ára. Hafnarfjörður er í fararbroddi þegar kemur að stuðningi við íþróttir- og æskulýðsstarf,“ segir í færslunni.
Þar kemur einnig fram að undirbúningsvinna við hönnun og framkvæmdir í nýju aðstöðunni sé í þann mund að hefjast og að þau bindi vonir við að hún verði tilbúin fyrir iðkendur félagsins snemma á næsta ári.
„Framtíðin er björt“