Danir segja skilið við þúsund króna seðilinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2023 07:46 Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur. EPA-EFE/NIKOLAI LINARES Seðlabanki Danmerkur hefur tilkynnt að hann muni frá og með 31. maí 2025 hætta að gefa út þúsund króna seðil. Seðillinn hefur verið í umferð í sinni núverandi mynd í 47 ár eða síðan árið 1975. Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að seðlabankinn hafi tilkynnt dönsku þjóðinni þetta á blaðamannafundi í gær. Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir seðilinn nú lítið notaðan þar sem Danir séu greiði í mun meira mæli með greiðslukortum. Upphæðin, þúsund danskar krónur, nemur rúmum tuttugu þúsund íslenskum krónum. Thomsen segir að sú upphæð hafi gert það að verkum að seðillinn hafi sjaldan verið notaður til greiðslu. Tíu prósent greiðslna í verslunum landsins er í formi peninga og er níutíu prósent þeirra í upphæðum undir 500 dönskum krónum, eða rúmum tíu þúsund íslenskum. Að sögn Thomsen fá Danir því til 31. maí árið 2025 til þess að skila inn þúsund króna seðlum. Á þeim degi verða seðlarnir verðlausir. Verða borgarar þó spurðir hvaðan peningarnir komu þegar þeir skila seðlunum inn, í viðleitni til þess að stemma stigu við peningaþvætti að sögn Thomsen. Þá hyggst seðlabankinn gefa út nýja seðla árin 2028 og 2029. Ekki kemur fram um hve háar upphæðir verður þar að ræða. Þá leggur danski seðlabankinn það til að stjórnvöld í landinu búi svo um hnútana að verslunum í landinu verði heimilt að hafna peningagreiðslum og taka þess í stað einungis við kortum. Danmörk Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í umfjöllun danska ríkisútvarpsins kemur fram að seðlabankinn hafi tilkynnt dönsku þjóðinni þetta á blaðamannafundi í gær. Christian Kettel Thomsen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir seðilinn nú lítið notaðan þar sem Danir séu greiði í mun meira mæli með greiðslukortum. Upphæðin, þúsund danskar krónur, nemur rúmum tuttugu þúsund íslenskum krónum. Thomsen segir að sú upphæð hafi gert það að verkum að seðillinn hafi sjaldan verið notaður til greiðslu. Tíu prósent greiðslna í verslunum landsins er í formi peninga og er níutíu prósent þeirra í upphæðum undir 500 dönskum krónum, eða rúmum tíu þúsund íslenskum. Að sögn Thomsen fá Danir því til 31. maí árið 2025 til þess að skila inn þúsund króna seðlum. Á þeim degi verða seðlarnir verðlausir. Verða borgarar þó spurðir hvaðan peningarnir komu þegar þeir skila seðlunum inn, í viðleitni til þess að stemma stigu við peningaþvætti að sögn Thomsen. Þá hyggst seðlabankinn gefa út nýja seðla árin 2028 og 2029. Ekki kemur fram um hve háar upphæðir verður þar að ræða. Þá leggur danski seðlabankinn það til að stjórnvöld í landinu búi svo um hnútana að verslunum í landinu verði heimilt að hafna peningagreiðslum og taka þess í stað einungis við kortum.
Danmörk Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira