Edda snúin niður og er á leið til Noregs Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 13:58 Edda Björk og dóttir hennar, Ragnheiður Bríet, í sumarbústað fjölskyldunnar með dalmatíuhunda þeirra. Edda Björk stendur í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn sem lýtur að þremur sonum þeirra. Vísir/Magnús Hlynur Edda Björk Arnardóttir hefur verið flutt úr fangelsinu á Hólmsheiði og verður flutt til Noregs. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi. Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir á Facebooksíðu sinni að fulltrúar ríkislögreglustjóra hafi mætti í fangelsið í morgun, snúið Eddu Björk niður og sett hana í handjárn. Samfangar hennar hafi látið Jóhannes Karl Sveinsson, verjanda Eddu Bjarkar, vita en Edda Björk hafi ekki fengið neitt tækifæri til þess að láta vita af sér. Jóhannes Karl staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Vísir greindi frá því í dag að norskir lögreglumenn eru mættir til Keflavíkur og til stendur að þeir fylgi Eddu Björk til Noregs. Edda Björk hafði verið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu frá því að hún var handtekin á þriðjudagskvöld. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hana í gæsluvarðhald sama kvöld en Landsréttur hefur ekki staðfest þann úrskurð. Jóhannes Karl og aðstandendur Eddu Bjarkar hafa gagnrýnt það harðlega að hún verði afhent norskum stjórnvöldum áður en úrskurður Landsréttar er kveðinn upp. Lyf gleymdust í flýtinum Jóhannes Karl segir að lögregluþjónar hafi komið fyrirvaralaust í fangelsið og fangavörðum hafi verið bannað láta verjendur eða aðra vita. Fangavörður hafi hringt í hann og sagt að í flýtinum hafi lyf sem Edda Björk á að taka gleymst ásamst sjúkraskýrslu sem á að fylgja henni. Edda Björk hafi verið skoðuð í morgun í annað sinn vegna háþrýstings sem megi meðal annars ekki vera til staðar í flugi.
Fjölskyldumál Fangelsismál Lögreglumál Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. 1. desember 2023 12:24
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04