„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Kári Mímisson skrifar 3. desember 2023 19:44 Baldur Þorleifsson var afar ósáttur eftir 96-66 tap gegn Grindavík Vísir/Vilhelm Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. „Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“ Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað mikil vonbrigði. Við erum búin að vera á mikilli uppleið og átt góða leiki eins og gegn Haukum í síðustu umferð og fleiri liðum. Svo komum við hingað og sýnum bara nánast ekki neitt.“ Sagði afar ósáttur Baldur. Spurður að því hvort hann telji að þessi leikur hafi verið afturför hjá liðinu segir Baldur svo vera. Hann bendir þó á að það séu veikindi í hópnum en á sama tíma hafi frammistaðan í dag ekki verið boðleg. „Algjörlega, þetta er afturför. Það eru að vísu einhver veikindi í hópnum og svona en það er alveg sama þó að þú sért með smá kvef þá getur þú ekki komið hingað og látið sjá svona frammistöðu.“ Það mátti vel heyra óánægju í Baldri snemma leiks þegar hann skammaði sínar konur fyrir að vera brosandi og ánægðar á meðan lið Grindavíkur lék þær grátt „Ég hef ekkert á móti því að leikmenn hafi gaman af leiknum en það verður að vera á réttum tíma þegar það passar við. Þegar menn hafa verið jafn lengi í þessu og ég þá sér maður bara hvenær fókusinn er ekki í lagi og þá fara þær að fíflast þegar það á ekkert við.“ Snæfell situr á botni deildarinnar án stig þegar liðið hefur spila ellefu leiki. Spurður út í framhaldið segist Baldur að næstu leikir hjá liðinu verði erfiðir og að hann vilji ekki sjá fleiri frammistöður hjá sínum konum eins og þessa í dag. „Við eigum heimaleik núna á þriðjudaginn gegn Þór Akureyri sem hafa verið að sýna flotta takta í vetur. Svo eru það tveir leikir í röð á móti Stjörnunni, í deild og bikar. Þetta eru allt erfiðir leikir og ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir.“
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. 3. desember 2023 18:00