Rútubílstjóri Airport Direct fékk áfallahjálp eftir slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:29 Frá vettvangi í gærmorgun. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir rútubílstjóra fyrirtækisins, sem keyrði á erlendan ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun, í áfalli eftir atvikið. Erfiðar aðstæður hafi verið þegar slysið varð í ljósaskiptum. Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Kona, erlendur ferðamaður, varð fyrir rútu fyrir utan Leifsstöð á ellefta tímanum í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er konan ekki talin í lífshættu en líðan hennar eftir atvikum hverju sinni. Fréttastofa greindi frá því í morgun að konan hafi legið föst undir rútunni í nokkurn tíma. Erfiðar aðstæður í ljósaskiptum Ábendingar hafa borist til fréttastofu um að ítrekað hafi verið bent á aðstæður á bílastæðinu og hætturnar þar vegna reglulegrar umferðar rúta og umferð gangandi vegfarenda. Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segist vænta þess að Isavia taki aðstæður til skoðunar. „Þessi bíll var frá okkur í gærmorgun. Hvað svo sem er hægt að segja um aðstöðu þarna suður frá. Það er í höndum Isavia og ég þykist nú halda það að þeir komi til með í framhaldinu að skoða hvort sé hægt að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að svona gerist aftur,“ segir Hjörvar. „Þarna verður líka að hafa í huga að þetta var í ljósaskiptum, og eins og ég hef heyrt sjálfur voru þarna erfiðar aðstæður. Það var búið að slökkva bílljós á einhverjum öðrum bíl sem var þarna skammt frá og það skyggði annar bíll á ljósastaur eða eitthvað slíkt. Þetta eru nokkrir samverkandi þættir og þetta er alveg hræðilegt slys, sem þarna verður.“ Þakklát að konan sé ekki í lífshættu Allir aðilar sem þarna hafi starfsemi muni þurfa að skoða hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svona slys verði aftur. Hjörvar segir að bílstjórinn hafi verið færður upp á lögreglustöð í kjölfar slyssins í gær og dregið úr honum blóð, eins og venja er við rannsókn mála sem þessa. Eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafi rætt við hann hafi Airport Direct sótt bílstjórann á stöðina og flutt til Reykjavíkur. Hjörvar Sæberg er framkvæmdastjóri Airport Direct. Hann segir bílstjórann hafa fengið áfallahjálp í kjölfar slyssins. „Við sóttum hann suður eftir og tókum utan um hann til að sýna honum þann stuðning sem hægt er að gera við þessar aðstæður. Það er hörmulegt slys þegar svona lagað verður og við svo sem höfum ekki fengið nánari fregnir af því hvernig viðkomandi reiðir af. Við vitum að viðkomandi var flutt á sjúkrahús í bænum og hún er ekki í lífshættu. Maður er auðvitað þakklátur að heyra það,“ segir Hjörvar. „Við erum með okkar viðbragðsáætlun sem fer í gang við þessar aðstæður og við buðum upp á áfallahjálp fyrir viðkomandi í gær og munum halda áfram að hlúa að honum.“ Hugur þeirra hjá konunni Nokkuð ljóst sé að skoða þurfi aðkomuna að rútubílastæðinu og aðstæður þar. „Þessi aðstaða var útbúin fyrir nokkru síðan. Aðkomunni var breytt eitthvað aðeins fyrir stóra hópferðarbíla. Ég veit að menn eru strax farnir að horfa í það hvort eitthvað sé hægt að gera og þá hvað. Það er auðvitað agalegt að fólk skuli ganga þarna í veg fyrir þar sem bílar eru jafnvel í gangi og annað slíkt. Þar á fólk auðvitað ekkert að vera,“ segir Hjörvar. „Hugur okkar er auðvitað hjá þessari aumingjans manneskju sem lenti í því að verða undir bílnum og við vonumst til þess að fá af henni jákvæðar fréttir í dag.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Samgönguslys Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Lá föst undir rútu á Keflavíkurflugvelli Rúta ók á ferðamann fyrir utan Leifsstöð í gærmorgun. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum er líðan ferðamannsins eftir atvikum góð. 5. desember 2023 09:26