Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2023 06:41 Á hefðbundnum kosningafundum er kjósendum gefinn kostur á því að spyrja frambjóðendur spjörunum úr en Trump svaraði aðeins spurningum Hannity. Getty/Scott Olson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Þriðju kappræður forsetaefna Repúblikanaflokksins fara fram í kvöld en Trump verður fjarri góðu gamni, líkt og í fyrri skiptin. Hann svaraði hins vegar spurningum Sean Hannity, sjónvarpsmanns hjá Fox News og ötuls stuðningsmanns Trumps, í gær. Trump hefur ítrekað hótað því að grípa til aðgerða til að ná sér niður á óvinum sínum, með því meðal annars að láta menn fjúka og beita forsetavaldinu óhóflega. Hann var vígreifur í gær þegar Hannity spurði hann í seinna skiptið hvort hann gæti lofað kjósendum því að hann myndi ekki misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum ef hann kæmist aftur í Hvíta húsið. „Ekki nema á fyrsta degi,“ svaraði Trump. Sagðist hann myndu nota valdheimildir sínar til að loka landamærunum að Mexíkó og „bora, bora, bora“ eftir olíu. „Eftir það er ég ekki einræðisherra,“ bætti hann við. Donald Trump promises not to be a dictator (except for day one) pic.twitter.com/GgYq9OWVXT— ALX (@alx) December 6, 2023 Trump hafði þá þegar svarað fyrri spurningu Hannity sama efnis, um það hvort hann myndi misbeita valdi sínu til að ná fram hefndum, á þann veg að saka Demókrata um misbeitingu valds. „Donald Trump hefur verið að segja okkur nákvæmlega hvað hann hyggst gera ef hann nær kjöri á ný og í kvöld sagði hann að hann yrði einræðisherra á fyrsta degi. Bandaríkjamenn ættu að taka hann trúanlegan,“ sagði kosningastjóri Joe Biden Bandaríkjaforseta í yfirlýsingu eftir viðtal Hannity við Trump. Demókratar hafa ítrekað sagt að Bandaríkjunum standi ógn af mögulegu öðru kjörtímabili Trump sem forseta en sjálfur hefur hann skotið fast til baka og sagt dómsmálin gegn sér til marks um misnotkun valds af hálfu Biden. New statement from campaign manager @JulieR2022 using Donald Trump s own words against him, saying, Donald Trump has been telling us exactly what he will do if he s reelected and tonight he said he will be a dictator on day one. Americans should believe him. Perfect. pic.twitter.com/5nN8JdPiwh— Victor Shi (@Victorshi2020) December 6, 2023
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira