Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 10:31 Ulrik Wilbek vill ekki fleiri landsleiki í Viborg. vísir/getty/epa Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31